fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Enn bólar ekkert á gögnum Seðlabankans – „Það vekur ugg“ – Kallað eftir endurskoðun þagnarskylduákvæðis

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. október 2019 08:54

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hyggst fara fram á það við forsætisráðherra að þagnarskylduákvæðið verði endurskoðað. Það komi til vegna dóms Héraðsdóms Reykjaness blaðamanninum Ara Brynjólfssyni í vil gegn Seðlabanka Íslands um afhendingu gagna. Hinsvegar hafi Seðlabankinn enn ekki afhent gögnin, þó svo fjórir sólahringar séu liðnir frá dómnum.

„Það vekur ugg um að Seðlabankinn ætli að halda áfram að stunda þá geðþóttastjórnsýslu sem þar hefur verið stunduð,“

segir Hjálmar í tilkynningu og nefnir að Seðlabankinn noti ákvæðið sem skálkaskjól:

„Blaðamannafélag íslands hlýtur að beina því til forsætisráðherra, sem fer með málefni Seðlabankans annars vegar og málefni er varða upplýsingamál og gagnsæi hins vegar, að endurskoðað verði og skilgreint betur þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, en ljóst er af málatilbúnaði Seðlabankans fyrir Héraðsdómi Reykjaness að bankinn notar það ákvæði sem skálkaskjól.“

Þá segir Hjálmar að í stjórnarsáttmálanum sé talað um gagnsæi í opinberri stjórnsýslu og atvinnulífinu almennt, en erfitt sé að koma auga á það í tilfelli Seðlabankans:

„Framganga Seðlabanka Íslands gengur þvert gegn því markmiði. Bankanum má ekki haldast það uppi að slá leyndarhjúp um hlunnindi starfsmanna sinna á grundvelli bankaleyndar.“

Davíð lagði Golíat

Seðlabankinn stefndi Ara fyrir héraðsdóm Reykjaness í því skyni að fá hnekkt úrskurði úrskurðanefndar um upplýsingamál þess efnis að bankanum bæri að láta af hendi til blaðamannsins upplýsingar um launa- og styrkjamál fyrrverandi starfsmanns bankans, Ingibjargar Guðbjartsdóttur.

Fékk Ingibjörg greiddar á annan tug milljóna við starfslok sín hjá bankanum, bæði í formi launagreiðslna án vinnuframlags og sem námsstyrk. Héraðsdómdur dæmdi blaðmanninum í vil og þarf því bankinn að láta af hendi upplýsingarnar, en hefur enn ekki gert.

Tilkynningin í heild sinni

Þagnarskylduákvæði verði endurskoðað

Blaðamannafélag Íslands fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness hvað varðar fyrirspurn blaðamanns Fréttablaðsins um launakjör og hlunnindi starfsmanns Seðlabankans, en furðar sig á að bankinn hafi ekki nú þegar brugðist við afdráttarlausri niðurstöðu dómsins og afhent umrædd gögn! Fjórir sólarhringar eru liðnir frá birtingu dómsins, sem staðfesti niðurstöðu Upplýsinganefndar um upplýsingamál frá því um mitt sumar, en tæpt ár er liðið frá því farið var fram á afhendingu umræddra upplýsinga.

Það vekur ugg um að Seðlabankinn ætli að halda áfram að stunda þá geðþóttastjórnsýslu sem þar hefur verið stunduð. Blaðamannafélag íslands hlýtur að beina því til forsætisráðherra, sem fer með málefni Seðlabankans annars vegar og málefni er varða upplýsingamál og gagnsæi hins vegar, að endurskoðað verði og skilgreint betur þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, en ljóst er af málatilbúnaði Seðlabankans fyrir Héraðsdómi Reykjaness að bankinn notar það ákvæði sem skálkaskjól.

Orðrétt segir í dómnum að ákvæðið feli “í sér sérstaka þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs. Ekki er nánar skilgreint í lögum hver séu málefni bankans sjálfs, en að mati dómsins eiga þar undir viðfangsefni sem samrýmast sérstaklega hlutverki hans sem seðlabanka… Um önnur viðfangsefni stefnanda, sem eiga jafnt við um starfsemi allra stjórnvalda sem og annaarra, eins og starfsmanna- og launamál, fer um þagnarskyldu samkvæmt lögum, eða eðli máls hverju sinni.”

Jafnframt er athugandi hvort ekki þurfi við yfirstandandi endurskoðun upplýsingalaga að líta til ákvæða um föst launakjör og hlunnindi opinberra starfsmanna og skilgreiningar þar að lútandi. Minnt er á að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er víða vikið að nauðsyn gagnsæis í opinberri stjórnsýslu og atvinnulífinu almennt til að auka traust í íslensku samfélagi, sem hefur verið af skornum skammti undanfarinn áratug. Framganga Seðlabanka Íslands gengur þvert gegn því markmiði. Bankanum má ekki haldast það uppi að slá leyndarhjúp um hlunnindi starfsmanna sinna á grundvelli bankaleyndar.

Reykjavík 22. okt. 2019

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“