fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Dóra Björt sakar Eyþór um blákaldar lygar – „Átt að skammast þín fyrir að koma svona fram“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. október 2019 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefði sagt ósatt um lánveitingu Samherja í tengslum við viðskipti hans í útgáfufélagi Morgunblaðsins, sem Stundin fjallaði um og sagði vera sýndaviðskipti:

„Það sýnir sig að Eyþór hefur í raun sagt ósatt um þetta lán. Hann hefur beinlínis haldið því fram að hann sé með engu skuldbundinn útgerðinni en það er ekki satt. Svo kallar hann þetta alvöru viðskipti en þetta virðast hafa verið sýndarviðskipti,“

sagði Dóra Björt í morgun. Eyþór vildi ekki svara því hvað hann hefði sjálfur greitt fyrir bréfin, en sagði að hans fjáfesting hefði tapast.

Aðspurð hvort hún teldi að Samherji væri á einhvern hátt með „Eyþór í vasanum“ svaraði hún því til að það væri þannig að útgerðin væri í raun að gefa Eyþóri mörghundruð milljónir með niðurfellingu sinni:

„Þetta snýst um siðferði./Finnst þér samt ekki undarlegt að  mörg hundruð milljónir verði á tveimur árum að  núll krónum bara svona allt í einu?“

Sýndaviðskipti

Samkvæmt frétt Stundarinnar afskrifaði  fjárfestingarfélag Samherja stóran hluta af 225 milljóna kúluláni til dótturfélags síns, sem lánaði Eyþóri fyrir hlutabréfum í Morgunblaðinu árið 2017. Segir Stundin að ljóst sé að Eyþór muni aldrei borga Samherja fjármunina til baka:

„Viðskiptin líta, með öðrum orðum, út fyrir að hafa verið sýndarviðskipti þar sem Samherji vildi losna við hlutabréf í Morgunblaðinu og eignarhaldsfélag Eyþórs tók við þessum hlutabréfum án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. Viðskiptin hafa frá upphafi virkað glórulítil út frá viðskiptalegu sjónarmiði þar sem uppsafnað tap Morgunblaðsins síðastliðinn áratug, frá uppkaupum nokkurra stærstu útgerðarfélaga landsins á því, nemur um 2 milljörðum króna,“

segir í frétt Stundarinnar.

Allt uppi á borðum

Eyþór sagði í morgun að allt hefði verið gert með réttum hætti, þetta hefðu verið einföld viðskipti með hlutabréf þar sem allt væri uppi á borðinu. Eyþór sagðist einnig að hlutur hans væri til sölu, sem hann hefur sagt um nokkra hríð, en það hafi ekki gengið eftir að selja:

„Verðmæti hlutarins hefur einfaldlega minnkað, og þegar við gerðum þessi viðskipti í byrjun var mjög líklegt að það gæti gerst, þetta voru einfaldlega áhættuviðskipti. Hinsvegar hefur þetta allt verið uppi á borðum.“

Lygar og óheiðarleiki

Dóra Björt sagði einnig að Eyþór hefði ekki sagt rétt frá málavöxtum og væri óheiðarlegur:

„Þú hefur sagt að þetta séu alvöru viðskipti en nú hefur það sýnt sig að þetta séu mögulega bara sýndarviðskipti. Þú hefur sagt að þú sért ekki skuldbundinn þessu fólki, útgerðarhagsmunum á neinn hátt, það er bara ekki rétt. Þetta snýst um heiðarleika og mér finnst þú bara ekki vera að koma heiðarlega fram í þessu máli því þú segir ekki rétt frá.“

Eyþór brást við þessum ásökunum Dóru:

„Í staðinn fyrir að ræða borgarmál þá er verið að koma með ávirðingar. Allt er réttilega skráð og þú átt að skammast þín fyrir að koma svona fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?