fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg hyggst fegra Mjóddina – Fyrsti áfangi kostar 50 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. október 2019 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til stendur að fegra og endurgera torg og útisvæði í Mjóddinni. Farið verður í fyrsta áfanga á næstu mánuðum samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við fyrsta áfanga endurgerðar á útivistar- og torgsvæðum í Mjódd. Um er að ræða torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, á milli kirkjunnar og Þangbakka 8-10. Unnið verður áfram að undirbúningi og hönnun vegna síðari áfanga en verkið verður unnið í þremur áföngum.

Svæðið verður hellulagt og komið fyrir gróðurbeðum, leiksvæðum, bekkjum og lýsingu. Á sínum tíma var öspum plantað á þessum svæðum og hafa ræturnar farið illa með hellulagnir. Verður nýjum gróðri komið fyrir í stað þess sem verður tekinn.

Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga verksins sem verður unninn á þessu ári er 50 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“