Til stendur að fegra og endurgera torg og útisvæði í Mjóddinni. Farið verður í fyrsta áfanga á næstu mánuðum samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar.
Svæðið verður hellulagt og komið fyrir gróðurbeðum, leiksvæðum, bekkjum og lýsingu. Á sínum tíma var öspum plantað á þessum svæðum og hafa ræturnar farið illa með hellulagnir. Verður nýjum gróðri komið fyrir í stað þess sem verður tekinn.
Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga verksins sem verður unninn á þessu ári er 50 milljónir króna.