Um samfélagsmiðla gengur nú mynd af heilhveitibrauði undir merkjum Lífsins, sem framleitt er í Þýskalandi fyrir Samkaup hf. Með fylgir gagnrýni á það kolefnisfótspor sem innflutningur brauðsins skilur eftir sig, en það er sagt dýpra en það sem jeppi af gerðinni Land Cuiser dísel skilji eftir sig á árs grundvelli:
„Í alvöru, þetta brauð er með dýpra kolefnisspor en Land Cruiser dísel yfir heilt ár. Það er framleitt í Þýskalandi þar sem raforka er unnin úr brúnkolum sem bakarinn fær, síðan er það flutt til íslands með skipi eða flugvél, síðan nær birgirinn í brauðið á díselbíl og dreifir þeim einnig á díselbíl, meðan stjórnmálamenn setja græna skatta á okkur og hætta borða kjöt einsog fífl. Borgum við fyrir svona dellu? Kommon það frýs í helvíti áður en ég ét útlent brauð á Íslandi,“
segir í færslunni.
Í Nettóverslun á landsbyggðinni kostar umrætt brauð 399 krónur, en sambærilegt brauð frá Myllunni, kostar þar 509 krónur, og er mismunurinn því 110 krónur.
Samkaup vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Eyjuna.