fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Eyjan

Um 80% þingkvenna á Íslandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. október 2019 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri rannsókn meðal kvenna sem starfa nú, eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi, kemur í ljós að um 80 prósent þeirra hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Alls tóku 33 konur þátt í rannsókninni, karlar voru ekki spurðir og var svarhlutfallið 76 prósent, en rannsóknin kemur út í dag í nýrri bók dr. Hauks Arnþórssonar. Fréttablaðið greinir frá.

Alls 80 prósent sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi og 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi og 24 prósent þingkvennanna höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þá sögðust tæp 21 prósent hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi, til dæmis þegar þeim var neitað um starfskjör eða aðstöðu sem þær áttu rétt á , eða eigur þeirra voru skemmdar.

Í samanburðarrannsóknum Alþjóða – þingmannasambandsins kemur í ljós að hlutfall kvenna á Alþingi Íslands sem lent hafa í kynbundnu ofbeldi er hærra en á öðrum þjóðþingum Evrópu. Munurinn er mestur á líkamlegu og efnahagslegu ofbeldi, en níu prósent fleiri íslenskar þingkonur hafa orðið fyrir barðinu á líkamlegu ofbeldi en stöllur þeirra í Evrópu, hvar 14.8% sögðust hafa orðið fyrir slíku.

Hvað efnahagslegt ofbeldi varðar, hafa íslenskar þingkonur orðið fyrir því í rúmlega 7 prósentum fleiri tilfella en evrópskar.

Í rannsókninni kemur einnig fram að konur séu styttra á þingi en karlar, og að 63.5 prósent þingmanna séu úr efstu lögum þjóðfélagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?