fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Segir hugmyndir samgönguráðherra óljósar og ófullnægjandi: „Taki lítið tillit til þeirra mjög brýnu umbóta sem þarf að gera“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. október 2019 09:26

Jón Gunnarsson er ekki nógu ánægður með eftirmann sinn, en þeir hafa áður karpað um vegtolla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir við RÚV í dag að ræða þurfi betur samgönguáætlunina sem samgönguráðherra kynnti í gær. Fréttablaðið greindi frá því í gær að mikil ólga og pirringur væri í stjórnarsamstarfinu vegna ákvörðunar Sigurðar Inga samgönguráðherra að kynna áætlunina í gær, þar sem málið hefði ekki verið kynnt fyrir ríkisstjórninni eða þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna.

Sjá nánar: Sigurður Ingi sagður hafa hlaupið á sig í morgun – Reiði og titringur sagður innan ríkisstjórnarinnar og samstarfsflokka

Óljóst hjá Sigurði Inga

„Í sjálfu sér vil ég ekki tala um einhvern pirring sérstaklega. En það er alveg ljóst að við eigum eftir að ræða  þessi samgöngumál miklu nánar í samstarfi meirihlutaflokkana. Það var stutt kynning í umhverfis- og samgöngunefnd daginn áður en þessi kynning fór fram hjá ráðherranum og það liggja kannski ekki allir hlutir ljóst fyrir,“

sagði Jón og nefndi þær áherslur sem hann telur ófrávíkjanlegar:

„Í samgönguáætlun sem samþykkt var í febrúar síðastliðnum  með stuðningi út fyrir stjórnarflokkana var lögð mikil áhersla á endurfjármögnun og að flýta framkvæmdum á stofnbrautum til að mynda. Áhrifin af því áttu að vera að það myndi losna um fjármagn til að nota í að efla vinnu við tengivegi, hafnir og flugvelli. Þetta meginmarkmið er eitthvað sem verður að mínu mati ófrávíkjanlegt í nýrri samgönguáætlun. Við verðum þá að tengja þetta átak á höfuðborgarsvæðinu inn við þær hugmyndir að byggja hér í fullri alvöru upp stofnbrautarkerfi inn og út af höfuðborgarsvæðinu. Það er að segja Reykjanesbrautina alveg til Keflavíkurflugvallar, Suðurlandsveginn austur að Þjórsá og Vesturlandsveg upp í Borgarnes.“

Tillitslausar hugmyndir

Jón nefndi einnig að þessir vegir ættu að verða tvöfaldaðir og þá þyrfti mislæg gatnamót á ýmsum stöðum:

„Og þá þetta átak sem myndi í kjölfarið birtast í samgönguáætlun sem er við stofnvegi, hafnir og flugvelli. Mér sýnist eins og þessar hugmyndir ráðherrans taki lítið tillit til þeirra mjög brýnu umbóta sem þarf að gera í hafnarframkvæmdum og við flugvelli landsins.“

Jón hefur áður lýst yfir furðu sinni á vinnubrögðum Sigurðar Inga, en í desember árið 2017 sagðist Jón hissa yfir þeirri ákvörðun Sigurðar Inga að falla frá hugmyndum Jóns um vegtolla, en þá var Sigurður Ingi nýorðinn samgönguráðherra.

Nokkuð vatn hefur runnið til sjávar síðan og hefur Sigurði Inga snúist hugur varðandi vegtollana.

Sjá nánar: Jón Gunnarsson hissa á Sigurði Inga – Segir afnám vegtolla afturför

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”