fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Hægri menn gera grín að „Helgablaðinu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. október 2019 20:00

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein helstu tíðindi dagsins voru þau að Helgi Magnússon fjárfestir og einn stofnandi Viðreisnar, eignaðist helmingshlut 365 miðla í Torgi, sem sem gefur út Fréttablaðið. Þá stendur til að sameina Fréttablaðið og Hringbraut, fáist grænt ljós frá Samkeppniseftirlitinu og Fjölmiðlanefnd.

Sjá nánar: Helgi kaupir hlut 365 – Ólöf hætt og sameining framundan

Þar með geta hægri menn ekki lengur uppnefnt Fréttablaðið „Baugstíðindi“ þar sem hvorki Jón Ásgeir Jóhannesson né Ingibjörg Pálmadóttir eiga hlut í blaðinu lengur. Því hafa þeir fundið upp á nýju uppnefni.

Helgablaðið

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, sem nefndur hefur verið hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins frá tíð Davíðs Oddssonar, hendir að þessu gaman í dag:

„Nú er Viðreisn komin með flokksblað og flokksstöð. Þetta fer að verða eins og í gamla daga, þegar ég var að alast upp. Ætli Gömlu lögin verði helst leikin á Helgastöðinni? Og Sögur frá Viðreisnarárunum verði fastur liður í Helgablaðinu?“

Þá segir hann einnig:

„Ég tel fullvíst, að þeir taki upp Brüssel-tíma (tveimur tímum á undan okkur) og eigi öll viðskipti í evrum. Þá þurfa blaðberarnir að fara tveimur tímum fyrr á fætur.“

Þá segir Andrés Magnússon, blaðamaður Viðskiptablaðsins sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn:

„Útvarp Brussel, klukkan er tíu, nú verða sagðar hádegisfréttir…“

Viðreisnarfleinn í síðu Sjálfstæðisflokksins

Að vísu rekur hvorki Fréttablaðið né Hringbraut útvarpsrás, ennþá að minnsta kosti, en ljóst má vera að þeir kumpánar telja það súrt í broti að fjölmiðill sé hallur undir stjórnmálaflokk, í þessu tilfelli Viðreisn.

En flokkurinn var stofnaður af óánægðum sjálfstæðismönnum til að berjast gegn sérhagsmunum, sem finnast víst helst innan Sjálfstæðisflokksins og einnig þar sem aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var afturkölluð.

Áður hafði formaðurinn, Bjarni Benediktsson, lofað því fyrir kosningar árið 2013 að haldin yrði þjóðaratkvæðisgreiðsla um inngönguna, kæmist flokkurinn  til valda, Við það var hinsvegar ekki staðið og klofningsframboðið Viðreisn varð til.

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið á stöðugri niðurleið í skoðanakönnunum síðan og náði sögulegum lægðum ekki fyrir alls löngu er hann mældist á svipuðum slóðum og léttvín, en í sögulegu tilliti hefur flokkurinn verið nær smálánavöxtum.

Þeir félagar þurfa þó ekki að kvíða miklu, þar sem Morgunblaðið hefur haldið úti staðföstum skrifum gegn ágæti Evrópusambandsins og inngöngu Íslands í það, þrátt fyrir að ritstjórinn Davíð Oddsson, sé í orði að því er virðist, genginn í Miðflokkinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni