fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að gera ítarlega könnun á því hvað veldur því að flokkurinn hafi misst traust kjósenda.

Styrmir gerir nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokkanna að umtalsefni á heimasíðu sinni. Þó Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkur landsins er fylgi hans komið undir tuttugu prósent sem sætir nokkrum tíðindum.

„Um þessar mundir eru þrír aðilar að framkvæma kannanir á fylgi flokka, þ.e. Gallup, MMR og Zenter-rannsóknir. Niðurstaða tveggja hinna síðarnefndu er mjög svipuð, tölur Gallup hafa verið ívið hagstæðari fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

En niðurstaða allra þriggja er gersamlega óviðunandi fyrir þennan 90 ára gamla flokk. Forystusveit flokksins hefur augljóslega tilhneigingu til að taka þessar niðurstöður ekki alvarlega.“

Styrmir segir að það geti verið örlagarík mistök að taka niðurstöðurnar ekki alvarlega. „Verði niðurstaða kosninga á svipuðum nótum mun þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækka enn og líkur á endurheimtun meirihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur nánast engar.“

Styrmir segir að Valhöll verði að taka málið alvarlega og skoða ofan í kjölinn hvað veldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda