fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að gera ítarlega könnun á því hvað veldur því að flokkurinn hafi misst traust kjósenda.

Styrmir gerir nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokkanna að umtalsefni á heimasíðu sinni. Þó Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkur landsins er fylgi hans komið undir tuttugu prósent sem sætir nokkrum tíðindum.

„Um þessar mundir eru þrír aðilar að framkvæma kannanir á fylgi flokka, þ.e. Gallup, MMR og Zenter-rannsóknir. Niðurstaða tveggja hinna síðarnefndu er mjög svipuð, tölur Gallup hafa verið ívið hagstæðari fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

En niðurstaða allra þriggja er gersamlega óviðunandi fyrir þennan 90 ára gamla flokk. Forystusveit flokksins hefur augljóslega tilhneigingu til að taka þessar niðurstöður ekki alvarlega.“

Styrmir segir að það geti verið örlagarík mistök að taka niðurstöðurnar ekki alvarlega. „Verði niðurstaða kosninga á svipuðum nótum mun þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækka enn og líkur á endurheimtun meirihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur nánast engar.“

Styrmir segir að Valhöll verði að taka málið alvarlega og skoða ofan í kjölinn hvað veldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“