fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að gera ítarlega könnun á því hvað veldur því að flokkurinn hafi misst traust kjósenda.

Styrmir gerir nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokkanna að umtalsefni á heimasíðu sinni. Þó Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkur landsins er fylgi hans komið undir tuttugu prósent sem sætir nokkrum tíðindum.

„Um þessar mundir eru þrír aðilar að framkvæma kannanir á fylgi flokka, þ.e. Gallup, MMR og Zenter-rannsóknir. Niðurstaða tveggja hinna síðarnefndu er mjög svipuð, tölur Gallup hafa verið ívið hagstæðari fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

En niðurstaða allra þriggja er gersamlega óviðunandi fyrir þennan 90 ára gamla flokk. Forystusveit flokksins hefur augljóslega tilhneigingu til að taka þessar niðurstöður ekki alvarlega.“

Styrmir segir að það geti verið örlagarík mistök að taka niðurstöðurnar ekki alvarlega. „Verði niðurstaða kosninga á svipuðum nótum mun þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækka enn og líkur á endurheimtun meirihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur nánast engar.“

Styrmir segir að Valhöll verði að taka málið alvarlega og skoða ofan í kjölinn hvað veldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni