Í nýrri samgönguáætlun ríkisins er nokkrum verkefnum flýtt frá fyrri áætlunum. Þeirra á meðal er stokklagning Miklubrautar, þar sem umferðinni verður beint í stokk/göng undir svæðið, sem um leið minnki mengun og gefur færi á frekari uppbyggingu íbúðahúsnæðis.
Er umferðin um stokkinn sögð anna 42 þúsund bílum á sólarhring.
Borgarstjóri deilir myndbandi af því hvernig gæti orðið umhorfs í borginni þegar framkvæmdum lýkur og segir:
„Miklabraut í stokk er eitt þeirra verkefna sem sett er inn og flýtt í nýrri samgönguáætlun ríkisins sem kynnt var í morgun. Alls er verkefnum fyrir 88,8 milljarða flýtt á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við samgöngusamkomulagið sem nýlega var undirritað. Stokkurinn hefur ekki endanlega hannaður en ég tek eftir þvi að hann er strax mjög í umræðunni. Þess vegna er ástæða til að benda á myndbandið sem gert var þegar frumhönnun stokksins lá fyrir. Miklabraut í stokk er lífsgæðabylting á þeim íbúðasvæðum sem verða fyrir mestum neikvæðum áhrifum af umferð í Reykjavík í dag og opnar á miklvæga möguleika til að þétta byggð á besta stað í borginni.“
Sjón er sögu ríkari: