fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Ritstjóri Fréttablaðsins sakaður um ritstuld – „Svo líkur er textinn án þess að heimildar sé getið“ – Ólöf svarar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, sakar Ólöfu Skaftadóttur, annan ritstjóra Fréttablaðsins, um ritstuld í leiðaraskrifum sínum í dag. Segir Halldór að leiðarinn sé í það minnsta öfgakennt dæmi um kranablaðamennsku, sem séu letileg vinnubrögð og ekki til fyrirmyndar:

„Stundum er talað um svokallaða kranablaðamennsku, þar sem blaðamaður bara skrúfar frá krana og leyfir einhverjum að tjá sig að vild án þess að fram fari sjálfstæð sannreyning á fullyrðingunum eða skoðun frá fleiri hliðum. Þetta þykir letilegt og ekki til fyrirmyndar. Pistill ritstjóra Fréttablaðsins í dag held ég að sé ansi öfgakennt dæmi um kranablaðamennsku, þar sem hér eru fullyrðingar hagsmunaaðila (Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins) teknar nánast orðréttar og orðnar að staðreyndum sem ritstjórinn og þar með blaðið gera að sínum. Það er líka spurning hvort þetta teljist eiginlega ekki vera ritstuldur frá Sigurði, svo líkur er textinn án þess að heimildar sé getið,“

segir Halldór Auðar og birtir tengla á leiðara Ólafar annars vegar og frétt Fréttablaðsins hinsvegar þar sem Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, hefur eftir ummæli frá Sigurði sem Halldór segir Ólöfu gera að sínum í leiðaranum og þar með sé hún að stela orðum Sigurðar.

Dæmi hver fyrir sig. Hér er fréttin eftir Hörð og hér er leiðari Ólafar.

Halldór úti að aka

Eyjan hafði samband við Ólöfu og bar ásakanir Halldórs undir hana. Hún segir Halldór úti að aka varðandi ásakanir sínar:

„Ég hef fátt við þessu að segja, nema að Halldór Auðar Svansson, sem er bæði greindur maður og vinur minn, er úti að aka í þessu máli. Ég reifa í skoðanagrein minni í Fréttablaðinu í dag sjónarmið beggja aðila í dómsmáli sem hefur verið höfðað um meint ólögmæti innviðagjalda Reykjavíkurborgar og niðurlagið er svo mín skoðun á málinu. Ég hefði frekar hnýtt í málfarið í hans sporum, því ég sé eftir því að hafa notað orðskrípið „lausnamiðaður“ í mest lesna dagblaði landsins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi