fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Fyrrverandi ríkisskattstjóri tætir í sig „órökstutt“ frumvarp Bjarna Ben – Segir það stuðla að misskiptingu og ójafnræði

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, er einn fjögurra aðila sem skrifar umsögn við frumvarp fjármálaráðherra um erfðafjárskatt. Þar segir hann margt mega betur fara, frumvarpið sé illa rökstutt og telur að lækkun skattsins muni einungis auka misskiptingu og stuðla að ójafnræði.

Enginn rökstuðningur

Í frumvarpinu er lagt til að erfðafjárskatturinn verði þrepaskiptur með þeim hætti að annars vegar reiknast 5% erfðafjárskattur af skattstofni að fjárhæð allt að 75 millj. kr. og hins vegar 10% af því sem er umfram 75 millj. kr. Í öðru lagi er lagt til að fjárhæðarmörk skattþrepa taki árlegum breytingum miðað við þróun vísitölu neysluverðs. Í þriðja lagi er lagt til að þrátt fyrir þrepaskiptingu erfðafjárskatts verði erfðafjárskattur af yfirframgreiddum arfi sá sami og í hærra skattþrepinu, þ.e. 10%.

„Markmið frumvarpsins er sagt “að við greiðslu á erfðafjárskatti verði tekið tillit til þess hvert verðmæti þeirra eigna sé sem liggja til grundvallar skattstofni erfðafjárskatts.” sem er undarleg skýring þar sem efni þess tengist á engan hátt mat á verðmæti eigna í skattstofninum, þ.e. arfinum. Enginn raunverulegur rökstuðningur kemur því fram í greinargerð draganna,“

segir Indriði og bætir við:

„Nefnt er að hækkun erfðafjárskattsins 2009 í 10% úr þeim 5% sem verið við lýði síðan 2004 hafi verið gerð vegna “sérstakra og erfiðra aðstæðna í ríkisfjármálum.” sem er út af fyrir sig rétt en sú ályktun að breytingin hafi verið ætluð til bráðabirgða fær ekki staðist. Þessi breyting var eins og fleiri á þeim tíma valdar í þeim tilgangi að auka jöfnuð og sanngirni skattkerfisins og er það markmið jafngilt og áður.“

Lág skattlagning stuðli að misskiptingu

Indriði segir í niðurlagi umsagnar sinnar að tvískipting skattstiga erfðafjárskatts sé í sjálfu sér ekki slæm hugmynd:

„…en ókostirnir eru þeir að sú leið að setja nýtt lægra þrep í stað nýs hærra þreps mun auka á það ójafnræði sem þegar er fyrir í því að hafa þessar tekjur lítið skattlagðar í samanburði við aðrar tekjur. Þessi lága skattlagning á háar arfstekjur er einnig til þess fallinn að auka misskiptingu eigna og samþjöppun þeirra. Úr hvoru tveggja mætti draga með því að bæta við hærra skattþrepi í stað lægra skattþreps. Eða jafnvel að hækka núverandi þrep og bæta öðru við t.d. 15% og 25% að fyrirmynd Dana. Úr áhrifunum á lágan arð mættti draga með því að hækka frímark arfs sem nú er 1,5 mkr.“

Gölluð þrepskipting

Indriði segir einbirnum og fámennum erfingjahópum mismunað:

„Frímarkið og fyrirhuguð þrepaskipting er gölluð að því leyti að hún miðast við dánarbúið en ekki arftakana sem eru hinir raunverulegu greiðendur skattsins. Þannig er einbirnum og fámennum erfingjahópum ívilnað miðað þau tilvik þegar erfingjar eru fleiri. Þetta mætti laga með því að miða frítekjumarkið og væntanlegt þrep við hvern lögerfingja í stað dánarbúsins. Um leið væri þá rökrétt að frítekjumarkið og þrepaskilin væru lægri en ella hefði verið.

Þá er nauðsynlegt að benda á að í frumvarpsdrögunum er ekki að finna neinn haldbæran rökstuðning fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til og engin greining er gerð á áhrifum breytinganna á mismunandi tekju- og eignahópa, þ.e. hverjum kemur hún til góða og hverjum ekki. Slíkar greiningar ættu að vera fastur liður í undirbúningi breytinga á skattalögum.“

Fleiri aðfinnslur

ASÍ leggst gegn lækkun erfðafjárskatts í umsögn sinni og telur erfðafjárskatt  vera „skilvirka og réttláta leið til tekjuöflunar“ sem vinni gegn „ójöfnuði og óæskilegri samþjöppun auðs milli kynslóða.“

Þá varar BSRB við frekari veikingu skattstofna ríkissjóðs og þar með lækkun á hlutfalli erfðafjárskatts:

„Standi vilji til að lækka skatthlutfall erfðafjárskatts væri nær að skoða einhverja hækkun á skattfrjálsa hluta skattstofnsins.“

Sá eini sem er jákvæður í umsögn sinni er Gísli Tryggvason lögmaður og fyrrverandi talsmaður neytenda, sem lýsir yfir ánægju með áformin, þó svo huga mætti betur að ýmsum tæknilegum útfærslum.

Umsagnir um frumvarpið má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum