fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Var þetta upphaf hugmyndarinnar um Borgarlínu ?

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. október 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Björnsson, arkitekt og Eyjupenni, rifjar upp gamla grein eftir kollega sinn Pétur H. Ármannsson, sem hann skrifaði árið 2005, sem Hilmar telur að gæti verið upphafið af hugmyndinni um Borgarlínuna, sem rifist hefur verið um síðustu árin:

„Hugmyndin um línulegan miðbæ Reykjavíkur og „öflugum almenningssamgöngum“ (þ.e. Borgarlínu) kom fyrst fram í grein eftir Pétur H. Ármannsson arkitekt, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins þann 17. september 2005. Þar skrifar hann um hugmyndina um línulegan miðbæ og samgönguás í ítarlegri grein um þróun miðborgar Reykjavíkur. Þessi grein hefur haft mjög mikil áhrif og er orðrétt vitnað í hana í Aðalskipulagi Reykjavíkur AR2010-2030.“

Hilmar segir greinina enn eiga fullt erindi í umræðuna enn þann dag í dag og jafnvel meira en áður:

„Það er ánægjulegt til þess að vita að þessi hugmynd Péturs hefur vakið fólk til umhugsunar um borgarskipulagið en á hinn bóginn er sárt til þess að hugsa að þessi hugmynd hefur ekki náð að vera sú kjölfesta í skipulaginu sem hún hefði átt að vera. Það ríkir einhver losaragangur í skipulagi borgarinnar nú eins og oft áður. Greinin var skrifuð fyrir 15 árum og á fullt erindi inn í umræðuna enn í dag. Kannski enn meira erindi nú en þá?“

Hilmar birtir síðan grein Péturs, sem í heild sinni má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“