fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Eyjan

Týndar blaðsíður ársreiknings Kaupþings komnar fram: Greiddu 17 starfsmönnum 3.5 milljarða í laun

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. október 2019 12:30

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ársreikningi Kaupþings fyrir árið 2018 fengu 17 starfsmenn bankans greidda rúma 3.5 milljarða í laun. Þar af fékk stjórnin, um 4-5 manns og forstjóri Kaupþings ehf., alls 1.216 milljónir króna í laun það árið, sem er hækkun um 672 milljónir frá fyrra ári. Kaupþing ehf. heldur utan um eignir þrotabús hins fallna Kaupþings banka.

Í heildina er þetta hækkun upp á 900 milljónir milli ára þó svo að starfsfólki hafi fækkað úr 30 í 17 frá árinu 2016. Á sama tíma hafa greiðslurnar hinsvegar hækkað um 1.9 milljarð.

Meðaltal launa var því 208.3 milljónir á ári, eða 17.4 milljónir á mánuði. Miðgildi heildarlauna á Íslandi árið 2018 var 632 þúsund krónur á mánuði. Kjarninn greinir frá.

Tveir Íslendingar sátu í stjórn félagsins í fyrra, lögmaðurinn Óttar Pálsson og Benedikt Gíslason, nú bankastjóri Arion banka, en hann hætti í ágúst.

Blaðsíður vantaði

Þrjár blaðsíður vantaði í ársreikning Kaupþings fyrir árið 2018 sem skilað var inn til fyrirtækjaskrár. Það vill svo til að einmitt á þeim blaðsíðum komu fram upplýsingarnar um launin til starfsmanna Kaupþings. Kjarninn kallaði eftir því að fá síðurnar afhentar, og fékk þær um liðna helgi, ásamt þeirri skýringu að mistök hafi orðið hjá Ríkisskattstjóra við skönnun reikningsins, sem hafi skýrt af hverju blaðsíðurnar vantaði. Hinsvegar ætli Kaupþing að láta fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra vita af mistökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp