fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Sjálfstæðiskona sakar Gísla Martein um að misnota aðstöðu sína á RÚV – „Rantar þarna í dágóðan tíma – Hvaða rugl er þetta?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 1. október 2019 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, er ósátt við að Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður á RÚV, hafi fengið að koma sínum „áróðri“ um samgöngusáttmálann að í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Segir hún að Gísli Marteinn hafi misnotað aðstöðu sína og sakar hún Sigmar Guðmundsson um ófagleg vinnubrögð fyrir að hleypa Gísla Marteini í loftið með skoðanir sínar, þrátt fyrir að Gísli sé einnig menntaður í borgarfræðum:

„Nú náði ég endanlega að pirrast. Undanfarnar 10 mínútur eða svo var ég að hlusta á fréttamanninn ágæta Sigmar Guðmundsson taka „viðtal“ við samstarfsfélaga sinn Gísla Martein um skoðun þess síðarnefnda á samkomulagi um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu!!! Er þetta í lagi? Nei segi ég,“

segir Karen og nefnir að ekki sé í lagi að Gísli notfæri sér aðstöðu sína með þessum hætti, en Gísli er sem kunnugt er með vikulegan sjónvarpsþátt á RÚV. Karen nefnir að Gísli vilji ganga lengra en samkomulagið segir til um, en sjálf studdi hún samkomulagið:

„Hann rantar þarna í dágóðan tíma um sína skoðun á hápólitísku verkefni sem honum finnst bara alls ekki nógu gott og ganga alltof skammt í að bola einkabílnum burt. Ég skal taka það fram að ég styð þetta samkomulag þó svo ég hafi engan veginn tekið afstöðu um hverjir eiga að keyra á þessum akreinum og útfærslan á gjaldtökunni sé enn til skoðunar. Það er ekki í lagi að starfsmenn ríkisstofnunar noti sér aðstöðu sína á þennan veg, þar sem að þeim er gefið risa pláss í útvarpi allra landsmanna um sínar skoðanir eða áróður. Það skiptir mig engu máli að maðurinn sé menntaður í borgarfræðum eða ekki. Hann er fyrst og fremst starfsmaður RÚV og kemur þarna fram vegna einhvers sem hann setti fram á Twitter!!! Hvaða rugl er þetta.“

Til skammar

Karen segir að RÚV hafi verið misnotað:

„Við búum ekki öll í miðbænum og einn stærsti hluti vandans er sá að ríkið hefur sett margar risastórar stofnanir á einn og sama blettinn í 101 Reykjavík og meirihlutinn í Reykjavík hefur markvisst þrengt að bílaumferð undanfarin ár. Ég myndi fagna td að Landspítalanum yrði fundið annað staðarval svo eitthvað sé nefnt, tala nú ekki um ráðuneytin. En aftur að fréttamennskunni á Rás 2 þá finnst mér svona misnotkun á fjölmiðli í þágu skoðunar sérstaks fréttamanns til háborinnar skammar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“