Kristín skilur ekki hverjir kjósa Miðflokkinn: „Þetta er næstum hrollvekjandi“
Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar spurði í dag í Twitter-færslu hversvegna Miðflokkurinn væri kominn með mikið fylgi.
Líkt og DV fjallaði um í dag þá mældist stuðningur við Miðflokkinn mikill í nýjustu könnun MMR, eða 14.8%, næst mest allra flokka.
Kristín sagðist ekki skilja hvað hafi orðið til þess að Miðflokkurinn væri orðin næst stærsti flokkurinn. Hún benti þó á að hún væri í fæðingarorlofi og ætti ekki sjónvarp.
Ég erí fæðingarorlofi. Ég á ekki sjónvarp. Hvað gerðist? Af hverju er Miðflokkurinn næst stærsti flokkur landsins?
— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 9, 2019
Andrés Jónsson, almannatengill svaraði Kristínu. Hann talaði um stækkandi hóp sem mögulega upplifði sig skilinn eftir og áhrifalítinn.
Hvað er gerðist er góð spurning. Er þarna einhver svipuð þróun að baki og á fleiri stöðum í heiminum? Echo-chamber áhrif og stækkandi hópur sem upplifir sig áhrifalítinn og skilinn eftir? Maður spyr sig.
— Andres Jonsson (@andresjons) October 9, 2019
Kristín tók undir tilgátu Andrésar og sagðist upplifa háværustu raddir þessa hóps vera freka kalla sem óttuðust að missa forréttindi sín.
Þetta er næstum hrollvekjandi. En finnst ákkúrat háværustu raddir þessa hóps vera frekir karlar, hræddir við að missa forréttindi sín?
— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 9, 2019
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans svaraði einnig spurningu Kristínar. Hann sagði að Miðflokkurinn einblíndi á þá sem væru líklegir til að kjósa flokkinn, en vera sama um aðra kjósendur.
Þetta er næstum hrollvekjandi. En finnst ákkúrat háværustu raddir þessa hóps vera frekir karlar, hræddir við að missa forréttindi sín?
— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 9, 2019
Kristín svaraði Þórði og sagði að Samfylkingin væri vinsæl í borginni af sömu ástæðu, með því að gleðja sína en ekki alla, en líkt og áður kom fram er Kristín borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Svo spot on. Samfylkingin fær fylgið sitt í borgina af sömu ástæðu. Þora að geðjast ekki öllum.
— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 9, 2019