Útlán Íslandsbanka munu lækka frá og með 11. október um 0,15-0,25 prósentustig samkvæmt vefsíðu bankans. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,15 prósentustig og bílalán og bílasamningar lækka um 0,25 prósentustig. Breytilegir innlánsvextir lækka um 0-0,25 prósentustig.
Er Íslandsbanki því fyrstur stóru viðskiptabankanna þriggja til að bregðast við stýrivaxtalækkun Seðlabankans, en stýrivextir hafa ekki verið lægri á þessari öld.
Búast má við viðbrögðum Landsbankans og Arion banka fljótlega samkvæmt heimildum Eyjunnar.
Á Aurbjörg.is má fylgjast með og bera saman vexti á lánum bankanna og lífeyrissjóðanna.