fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Vestfirðingar saka samninganefndina um hroka, yfirgang og valdníðslu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. október 2019 16:00

Ísafjörður - Af Facebooksíðu Ísafjarðarbæjar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjaradeilu SGS og sveitarfélaganna sem staðið hefur undanfarna mánuði er meðal annars deilt um innágreiðslu til starfsmanna vegna þess hversu samningar hafa dregist á langinn. Saminganefnd sveitarfélaganna vildi ekki greiða félagsmönnum í félögum innan SGS þá innágreiðslu eins og öðrum starfsmönnum sveitarfélaganna vegna deilna um lífeyrirssjóðsmál og fleiri atriði.
Í tilkynningu frá SGS segir að samninganefnd sveitarfélaganna hafi sent sveitarfélögunum afar „þóttafull og afdráttarlaus“ tilmæli um að innágreiðslan yrði ekki greitt. Þrjú sveitarfélög í landinu stóðu á sjálfsákvörðunarrétti sínum og greiddu félagsmönnum SGS sömu innágreiðslu og öðrum starfsmönnum.
„Þeim sveitarfélögum hefur nú verið refsað með því að vísa þeim úr samráði sveitarfélaganna í kjaraviðræðum sem er fáheyrð aðgerð, sérstaklega í því ljósi að samninganefndin samþykkti stuttu síðar að greiða margumrædda innágreiðslu,“
segir í tilkynningu.

Vestfirðingar lýsa furðu sinni

Tvö af þeim sveitarfélögum sem um ræðir eru á félagssvæði Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem samþykkti af þessu tilefni meðfylgjandi yfirlýsingu á fundi sínum í gær:

Stjórn Verkalýðsfélag Vestfirðinga kom saman í gær til að ræða þá ákvörðun Sambands íslenskra sveitarfélaga að vísa þremur sveitarfélögum, (Súðavíkurhreppi, Reykhólahreppi og Tjörneshreppi) úr samráði sveitarfélaganna í kjaraviðræðum. Félagið sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í kjölfar fundarins. Verkalýðsfélag Vestfirðinga lýsir yfir furðu sinni með það ægivald sem samninganefnd sveitarfélaga hefur tekið sér með því að vísa sveitarfélögum, sem greiddu lægstlaunaða starfsfólkinu innágreiðslu vegna tafa á kjarasamningsgerð, úr samningaráði sveitarfélaganna. Slík aðgerð er bæði forkastanleg og lýsir valdníðslu gagnvart minni sveitafélögum í landinu.

Jafnframt lýsir stjórn félagsins yfir vonbrigðum með það sem virðist vera orðið að markmiði hjá samninganefnd sveitarfélaga að beita hroka og yfirgangi í samningaviðræðum frekar en gera kjarasamning. Nægir þar að vísa í ákvörðun samninganefndar sveitarfélaga að kæra niðurstöðu Félagsdóms í deilu SGS til Hæstaréttar. Tvö af þeim sveitarfélögum sem var vísað úr samningaráði sveitarfélaganna, Súðavíkur- og Reykhólahreppir, eru á félagssvæði Verk Vest. Sveitarfélögin tvö hafa lýst yfir vilja til að ganga til kjarasamninga vegna starfsmanna þeirra sem falla undir kjarasamninga Verk Vest við sveitarfélögin. Stjórn Verk Vest fagnar afstöðu sveitarfélaganna tveggja og lýsir yfir skýrum vilja til að hefja viðræður við sveitarfélögin tvö á grundvelli kröfugerðar Verk Vest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum