fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Póstnúmerið 102 tekið gildi – Íbúar í Skerjafirði ósáttir og óttast um áhrif á fasteignaverð

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 4. október 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Póstnúmerið 102 tók gildi þann 1. október síðastliðinn. Var þess óskað af hálfu Reykjavíkurborgar að taka upp númerið vegna þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á Vatnsmýrarsvæðinu. Samþykkt var að sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102 og að mörk við póstnúmer 107 og 105 haldist óbreytt. Munu því Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Nauthólsvík og Hlíðarendi tilheyra 102 eftir breytinguna, sem og Skerjafjörður. Kostnaðurinn við breytinguna var 2.3 milljónir hjá Íslandspósti.

Sjá má kort af póstnúmeraskiptingunni hér.

Gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs

Íbúar Skerjafjarðar eru sumir hverjir ósáttir við þessa úthlutun. Bera þeir við sterkri hverfisvitund og lítils samráðs við íbúa, auk þess sem sumir telja að fasteignaverð gæti lækkað en í umsögn um málið er sagt að breytingin geti haft áhrif á húsnæðisverð, sem haldist í hendur við póstnúmer.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar óttast sumir íbúar að hið nýja póstnúmer muni hafa ákveðinn fælingarmátt á fasteignakaupendur, þar sem póstnúmerið 101 hafi ákveðna menningar- og samfélagslega skírskotun í hugum landsmanna, sem mörgum þyki eftirsóknarvert.

Þá sé breytingin ótímabær, þar sem ekki verði séð að flugvöllurinn fari í fyrirsjáanlegri framtíð og nærtækara hefði verið að breyta póstnúmerinu í 107.

 

Sjá einnig: Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102:„Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“

Sjá einnig: Vatnsmýrin fær póstnúmerið 102 – Kostar 2,3 milljónir

Sjá einnig: Stóra póstnúmeramálið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”