fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Guðni segir Þórólf andstæðing landbúnaðarins: „Ekki skemmtilegt verkefni að deila við prófessora“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 4. október 2019 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sómi landbúnaðarins, sverð hans og skjöldur, hjólar í hagfræðiprófessorinn Þórólf Matthíasson í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir Þórólf vera andstæðing landbúnaðarins:

„Nú telur Þórólfur að vegna kolefnissporsins beri að leggja af sauðfjárrækt á Íslandi og flytja inn lambakjöt frá Nýja-Sjálandi. Það er þó skoðun margra að til að bjarga jörðinni og mannkyninu skuli matvæli ekki flutt heimsálfa á milli.“

Vísar Guðni í grein Þórólfs í Fréttablaðinu í síðasta mánuði, þar sem Þórólfur segir það einfalt reikningsdæmi að hætta framleiðslu lambakjöts og flytja það frekar inn frá Nýja-Sjálandi:

„…má geta þess að Ísland framleiðir 9.000 tonn af lambakjöti árlega. Innanlandsneyslan er hins vegar um 6.000 tonn. Það er því einfalt reikningsdæmi að væri alfarið hætt að framleiða íslenskt lambakjöt og kjötið þess í stað flutt inn frá Nýja-Sjálandi myndi myndast jákvæð inneign í CO2-búskap heimsins sem svarar tæpum 120 þúsund tonnum af CO2-ígildum! Það jafngildir um fimmtungi allrar losunar frá landbúnaði árið 2017!“

Langt yfir skammt

Guðni segir forsvarsmenn hagsmunasamtaka sem talað hafa fyrir innflutningi á lambakjöti ekki þjóna óskum neytenda eða kaupmanna almennt og hafi kórónað „delluna“ með innflutningi á allt að þriggja ára gömlum hryggjum…:

 „…fluttum átján þúsund kílómetra leið. En svona gamalt kjöt selja þeir í Nýja-Sjálandi víst í aðrar þarfir en ofan í fólk og á grillið. Og nú liggja hryggirnir og eldast vel í frysti í stórverslun
hér í Reykjavík.“

Pólitískur áróður Icesave-fræðimanns

Guðni telur það ekki hlutverk Þórólfs sem fræðimanns að skipta sér af pólitískum málefnum, líkt og landbúnaði og kolefnisfótspori:

„Það er ekki skemmtilegt verkefni að deila við prófessora því þeir eiga að vera hafnir yfir pólitísk átök og þeirra er fræðimennskan. En Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fer oft frjálslega með staðreyndir á Staðreyndavakt Háskólans. Stundum bregður hann sér úr kápu fræðimannsins og fer í kápu hins harðvítuga talsmanns pólitískra skoðana og í garð landbúnaðarins er hann opinber andstæðingur og ósanngjarnari en nokkur annar.“

Þá hjólar Guðni í Þórólf vegna skoðana prófessorsins í Icesave málinu forðum daga:

„Skyldu landsmenn muna framgöngu prófessorsins í Icesave? Þar var hann harðasti „stjórnmálamaðurinn“ um að Ísland skyldi borga skuldir „óreiðumanna“. Og sagði þetta íklæddur kápu hagfræðiprófessorsins. „Þá hrynur krónan og fer niður fyrir allt sem nokkurn tímann hefur þekkst og lífskjör hrynja gjörsamlega, atvinnuleysi eykst, við erum að horfa upp á alveg hrikalega sviðsmynd ef þetta gerist.“

Falsspámaður

Guðni leiðréttir einnig staðreyndavillu í grein Þórólfs, sem sagði að verslunarkeðjur hefðu ekki getað boðið upp á lambakjöt á grillið svo vikum skipti í sumar, með vísan í skortinn á lambahryggjum. Guðni segir þetta rangt, nægt lambakjöt hafi verið til, þó deilt hafi verið um skortstöðu á lambahryggjum.

„Er ekki mál að hafna falsspámönnum, sem setja „alþjóðasamfélagið“ í algeran forgang á kostnað heilnæmrar íslenskrar framleiðslu og almannahagsmuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna