fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Greining Gunnars á GAMMA: „Gaggalagú – Upphafið að hruni byggingabransans, sem er gegnumrotinn af heimsku og græðgi“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 3. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrun sjóðs GAMMA hefur varla farið framhjá neinum, þar sem eigið fé sjóðsins hrundi úr rúmum fjórum milljörðum í 40 milljónir á innan við ári.

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, fer ófögrum orðum um byggingabransann og segir það fáránlegt að einkafyrirtæki stjórni húsnæðisuppbyggingunni í landinu:

„Upphaf Gamma er aðeins upphafið að hruni byggingabransans, sem er gegnumrotinn af heimsku og græðgi. Sem sést á afurðunum; fáránlegu offramboði af íbúðum sem enginn vill eða hefur ráð á, á sama tíma og þúsundir fjölskyldna þjást enn í grimmri húsnæðiskreppunni. Hugmyndin að láta einkafyrirtækjum, sem rekin eru til að hámarka arð til eigenda sinna, stjórna húsnæðisuppbyggingunni í samfélaginu er gaggalagú.“

Gunnar krefst þess að ýmis grunnkerfi samfélagsins losni undan forsendum arðsemi:

„Það má vera að einkafyrirtækjum sé treystandi til að reka ísbúð eða kaffihús, en þau eiga ekkert erindi inn í grunnkerfi samfélagsins, kerfi sem verða að þjónusta fjöldann en ekki aðeins hin fáu ríku og þau sem dreymir um að verða rík á kostnað fjöldans. Krafa dagsins á að vera að lýsa grunnkerfi og innviði samfélagsins gróðalaus svæði; húsnæðiskerfið, skólakerfið, heilbrigðiskerfið, vegakerfið, lyfjaframleiðslu og -dreifingu, rafmagn, hita og vatn o.s.frv.“

Eins og fram hefur komið er allt í uppnámi varðandi tvo fagfjárfestasjóða GAMMA. GAMMA: Novus og GAMMA: Anglia, en staða þeirra er allt önnur og verri en haldið hafði verið fram undanfarna mánuði. Fram hefur komið að kostnaðaráætlun sem Ferli verkfræðistofa vann fyrir Upphaf, sem er í eigu GAMMA: Novus, vegna byggingaframkvæmda við Hafnarbraut 12 á Kársnesi hafi ekki verið í takt við raunveruleikann og hafi kostnaður verið vanmetinn.

Sjá nánar: Stjórnendur GAMMA virtu kostnaðarmat að engu og bjuggu til sitt eigið

Sjá nánar: Tap „gulldrengjanna“ í GAMMA vekur athygli – „Var þetta svikamylla?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið