fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Fullyrða að þeir hafi verið blekktir: „Kom að okkur þar sem við sátum að sumbli og plataði okkur með klækjabrögðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 3. október 2019 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstraraðilar í miðborginni sendu borgaryfirvöldum skýr skilaboð með heilsíðuauglýsingu sem birt var í Morgunblaðinu í dag líkt og DV greindi frá. Eins og kunnugt er stendur til að hluti Laugavegar verði gerður að varanlegri göngugötu sem gengur þvert gegn óskum fjölda rekstraraðila ef marka má undirskriftalistann.

Í auglýsingunni eru birt eru nöfn hluta þeirra 247 rekstraraðila (fyrirtækja) sem skrifuðu undir mótmælalistann. Þeirra á meðal er öldurhúsið Dillon við Laugaveg, en eigandi þess og framkvæmdastjóri er Jón Bjarni Steinsson, sem sagði við Eyjuna að hann sé ósáttur við að nafn staðarins sé á listanum, þar sem hann hafi aldrei samþykkt það, þar sem hann sé fylgjandi því að lokað verði fyrir umferð við Laugaveginn.

Ekki á vegum Miðbæjarfélagsins

Gunnar Gunnarsson, talsmaður Miðbæjarfélagsins, sagði við Eyjuna að auglýsingin í Morgunblaðinu væri ekki á vegum samtakanna:

„Þessi auglýsing er ekki á vegum Miðbæjarfélagsins. Þetta eru bara einstaklingar og fyrirtæki sem standa henni að baki. Félagið ber ekki ábyrgð á auglýsingunni þó svo félagið sé henni fylgjandi. Ef eitthvað er, þá hefði ég viljað hafa auglýsinguna harðorðari en hún er.“

Undirskriftin fengin með óheiðarlegum hætti

Þá sagðist Gunnar afar undrandi á því að Jón Bjarni tæki þessa afstöðu, þar sem fyrirtækið hefði skrifað á undirskriftalistann fyrr á árinu:

„Hann er nú eitthvað að rugla held ég. Það gekk undirskriftalisti meðal rekstraraðila í janúar, febrúar og mars og eingöngu var talað við eigendur staða sem skrifuðu undir með nafni og kennitölu og meira til.“

Gunnar sagði við blaðamann að hann héldi á blaðinu þar sem undirskrift frá kvenstarfsmanni Dillon væri skýr og greinileg og að netfangið við undirskriftina benti til þess að um gjaldkera staðarins væri að ræða:

„Ég þekki nú Jón ágætlega og þarf að hringja í hann, mér þykir þetta mjög einkennilegt hjá honum. Ég er með undirskriftina hérna hjá mér og þetta fer ekkert á milli mála,“

sagði Gunnar og skildi ekkert í viðbrögðum Jóns þegar blaðamaður bar þau undir hann.

Óheiðarleg vinnubrögð

Jón Bjarni hafði nefnilega aðra sögu að segja við Eyjuna:

„Ég man vel eftir þessu þegar Gunnar kom til mín. Ég gerði Gunnari algerlega ljóst að ég ætlaði ekki að skrifa undir þennan lista, enda gengur þetta mál þeirra algerlega gegn minni skoðun í málinu. Ef hann hefur síðan komið aftur og látið einhvern annan starfsmann en mig skrifa undir, hann er þá bara hálfviti, þar sem hann veit að ég er eigandi fyrirtækisins og það er ég sem stjórna því og hann vissi vel að ég er á móti þessu. Ég er mjög ósáttur,  þessi óheiðarlegu vinnubrögð eru alger brandari. Ég hef talað við fólk í morgun og það eru fleiri hérna á Laugaveginum sem koma af fjöllum yfir að vera á þessum lista,“

sagði Jón Bjarni sem var nokkuð niðri fyrir.

Þá segir í tísti frá Barber rakarastofu á Laugaveginum að umboðsmaður undirskriftalista hafi stundað klækjabrögð til að fá undirskriftir þeirra á listann, þar sem þeir hafi verið undir áhrifum áfengis:

„Barber vill áretta að við teljum okkur ekki eiga heima á margumræddum lista. Umboðsmaður #listans kom að okkur þar sem við sátum á sumbli og plataði okkur með klækibrögðum til að skrif undir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð