fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir meirihlutann aðhyllast ýmist dýrðlegar slaufur eða tvöföldan masókískan rembihnút – Skyndilausn sjallanna felld

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 2. október 2019 14:02

Jórunn Pála. Mynd xd.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að nýta forgangsakgreinar fyrir almenningssamgöngur í Reykjavík jafnframt sem samferðabrautir fyrir þá sem fjölmenna í bíla í samfloti, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð með bættri nýtingu, var felld á fundi borgarstjórnar í gær.

Jórunn Pála Jónasdóttir tillöguflytjandi, benti á í umræðunni um tillöguna í borgarstjórn að lausnin væri skjótvirk leið til að tappa af umferðarvandanum samstundis. Þá lýsti hún því yfir að það væru vonbrigði að meirihlutinn hafi fellt tillöguna, samkvæmt tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum:

„Það eru mikil vonbrigði hvað það er lítill spenningur fyrir því að þróa þessa leið sem við leggjum til. Tölurnar sýna að þarna eru sóknarfæri og eins og ég nefndi áðan þá hljóta það að vera breyttar ferðvenjur ef fólk fer að ferðast saman fleiri í bíl, það er skref í rétta átt. Svo að auki, eins og líka er búið að fjalla um, er samkomulagið enn í mótun og ég mun beita mér fyrir því að þessi hugmynd fari áfram inn í þá vinnu á þeim vettvangi.“

Dýrðlegar slaufur eða rembihnútur

Þá sagði Jórunn í ræðu sinni í borgarstjórn að tillagan fjallaði um lausn á mjög aðkallandi vanda.

„Tillagan sem er lögð fram undir þessum lið fjallar um lausn við mjög aðkallandi vanda, umferðarhnútnum í Reykjavík sem hefur verið að herðast mjög á síðustu árum. Hér inni í þessum sal er hluti af því fólki sem heldur um reimarnar sem mynda hnútinn. Það virðist stundum skiptast í tvo hópa, þau sem vilja gera dýrðlegar slaufur og svo hin sem myndu ekki kippa sér mikið upp við það þótt þetta allt saman myndi enda í tvöföldum masókískum rembihnút.“

Í greinargerð með tillögunni segir að markmiðið með þessari tillögu sé að minnka umferðarteppur í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.

„Með samferðabrautum (e. Car pool lanes eða High occupancy vehicle lanes) yrði áhersla lögð á að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma en ekki sem flesta bíla. Forgangsakreinar fyrir almenningssamgöngur í Reykjavík, stundum kallaðar Rauði dregillinn, sem hingað til hefur einungis verið fyrir strætó, leigubifreiðar og forgangsakstur yrðu þá einnig nýttar af öðrum ökutækjum með þrjá eða fleiri farþega,“

segir enn fremur í greinargerðinni.

Bókun Sjálfstæðisflokksins

Það eru mikil vonbrigði og tillagan sé felld sem er skjótvirk leið til að tappa af umferðarvandanum samstundis eins og tillöguflytjandi benti á. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni mun beita sér fyrir því að tillagan verði tekin inn í nánari mótun á samgöngusáttmálanum, enda hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sagt á Alþingi að hinn svokallaði samgönguás (borgarlína) sé m.a. ætlaður samfloti.  Það er óumdeilt að ferðatími og tafir á umferð innan borgarinnar hafa verið að aukast, sem leiðir af sér meiri mengun og aukinn útblástur á CO2 og öðrum mengandi efnum. Þetta finna borgarbúar á hverjum morgni og eftirmiðdegi. Í því skyni leggjum við til að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að nýta forgangsakgreinar fyrir almenningssamgöngur í Reykjavík jafnframt sem samferðabrautir fyrir þá sem fjölmenna í ökutæki í samfloti, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð með bættri nýtingu. Markmiðið með tillögunni er að minnka umferðarteppur í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Með samferðabrautum (e. Car pool lanes eða High occupancy vehicle lanes) yrði áhersla lögð á að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma en ekki sem flesta bíla.

Hér má lesa tillöguna um samflot og samferðabrautir í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“