Umdeildi stjórnmálafræðingurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson birti fyrr í dag tíst þar sem hann varpaði fram spurningunni: Hvað hafa börn gert fyrir eldri kynslóðir?
Greta Thunberg says that she speaks for coming generations. What have coming generations done for us? Nothing. What have we done for coming generations? Everything. #Thunberg #environment
— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) October 2, 2019
Hannes hefur síðastliðnar vikur verið duglegur að gagnrýna unga umhverfisaktívistann, Gretu Thunberg. Hún hefur vakið heimsathygli undanfarin misseri, þá má helst nefna ræðu hennar á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna, er hún spurði valdafólk hvernig það vogaði sér að gera lítið sem ekkert í loflagsmálum.
Í tísti sínu segir Hannes að börn hafi ekki gert neitt fyrir sína kynslóð á meðan hans kynslóð hafi gert allt fyrir börnin.
„Greta Thunberg segist tala fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“
Ekki eru allir sammála þessu teiki Hannesar, en fjöldi fólks hefur gagnrýnt hann á Twitter fyrir þessi ummæli.
Veit samt ekki alveg hvað komandi kynslóðir græða á ritstuldi og því að taka þrjú heil ár í að skrifa geðveikt dýra skýrslu um að vinir þínir séu kúl.
— Ghouljón (@Gunnnonni) October 2, 2019
Takk Hannes fyrir að sýna hvernig fullkomið ábyrgðarleysi lítur út. Hver veit nema þessi ómálefnalega gagnrýni sé upphafið á endilokum þess viðhorfs að stinga hausnum í sandinn varðandi umhverfismál.
— UngirUmhverfissinnar (@umhverfissinnar) October 2, 2019
Sonur minn (0,25 ára) hefur lítið sem ekkert gert fyrir mig og treystir sér einu sinni ekki í rökræður um súrnun sjávar, segir allt sem segja þarf. #environment
— Arnar Gunnarsson (@arnargunnars) October 2, 2019
Sennilega heimskulegasta tweet EVER til hamingju með það!
— Stefánsbúð (@Stefansbud) October 2, 2019
Mál þetta minnir talsvert á það er Hannes líkti Gretu og barnakrossferðunum saman. Sú viðlíking varð ansi umdeild, en fjöldi fólks tjáði sig um hana á netmiðlum.