fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Starri Reynisson er nýr forseti Uppreisnar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 1. október 2019 15:00

Ný stjórn Uppreisnar. Starri er fyrir miðju. F.v. David Erik Mollberg, Emilía Bjórt Írisardóttir, Starri Reynisson, Arnar Snær Ágústsson og Stefanía Reynisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlegur aðalfundur Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldinn síðastliðna helgi í höfuðstöðvum Viðreisnar í Ármúla 42. Starri Reynisson var kjörinn forseti Uppreisnar, Emilía Björt Írisardóttir varaforseti, Arnar Snær Ágústsson gjaldkeri, Stefanía Reynisdóttir alþjóðafulltrúi og David Erik Mollberg viðburðastjóri.

„Viðreisn á að vera fremsti fánaberi frjálslyndis í íslenskum stjórnmálum. Eitt af mikilvægustu hlutverkum Uppreisnar er að sjá til þess að svo sé öllum stundum. Ég er með einstaklega vel mannaða stjórn á bak við mig og við munum halda þingflokki Viðreisnar vel við efnið,”

segir Starri í tilkynningu.

Á liðnu starfsári gekk Uppreisn til liðs við LYMEC, regnhlífarsamtök frjálslyndra ungliðahreyfinga í Evrópu. Deimantė Rimkutė, stjórnarmeðlimur LYMEC og borgarfulltrúi í Vilnius, var gestur á aðalfundinum. Í ávarpi sínu brýndi hún fundargesti um mikilvægi frjálslyndra gilda og Evrópusamstarfs, sem og mikilvægi þess að taka á hamfarahlýnun af alvöru þunga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund