fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Norðurskautsráðið orðað við Friðarverðlaun Nóbels – Ísland með formennsku í ráðinu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 1. október 2019 11:13

Utanríkisráðherra Finnlands afhendir Guðlaugi Þór fundarhamar Norðurskautsráðsráðsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt verður um hver hreppir Friðarverðlaun Nóbels þann 11. október næstkomandi í Osló. Tilnefningarnar eru alls 301 og er Norðurskautsráðið sagt vera meðal þeirra sem þykja einna líklegustu sigurvegararnir, en ekki er gefið upp hverjir eru tilnefndir, né hverjir tilnefna, fyrr en að 50 árum liðnum. Af tilnefningunum eru 223 einstaklingar og 78 samtök samkvæmt heimasíðu Nóbel-nefndarinnar. Frá þessu er greint á norska vefmiðlinum North High News.

Norðurskautsráðið er talið hafa stuðlað að friði og stöðugleika á svæðinu hingað til þrátt fyrir stríð og óstöðuleika annarsstaðar í heiminum. Ísland tók við formennsku í ráðinu í fyrra af Finnlandi til tveggja ára. Loftslagsmál, grænar orkulausnir, málefni hafsins og fólkið og samfélög á norðurslóðum eru helstu stefnumál Íslands í ráðinu.

Hinsvegar er ljóst að hitnað hefur í kolunum á síðustu misserum þar sem Bandaríkin, Rússland og Kína vilja öll veg sinn sem mestan á svæðinu, en vegna bráðnunar jökla opnast ný siglingaleið frá Asíu til Evrópu sem styttir flutninga töluvert.

Í fyrra gerðist það í fyrsta skipti að aðildarþjóðirnar náðu ekki saman um sameiginlega yfirlýsingu við lok formennsku ríkis í ráðinu, eins og tíðkast hafði þangað til. Ástæðan var að Íslandsvinurinn  Mike Pompeo, varaforseti Bandaríkjanna, neitaði aðskrifa undir þar sem minnst var á loftslagsbreytingar.

Samkvæmt veðbönkum er hin 16 ára Greta Thunberg frá Svíþjóð líklegust til að hreppa verðlaunin fyrir baráttu sína gegn hamfarahlýnun.

Stofnað 1996

Norðurskautsráðið var stofnað árið 1996 sem vettvangur samstarfs um sjálfbæra þróun á norðurslóðum, með virkri þátttöku frumbyggja á svæðinu. Ráðið hefur fest sig í sessi sem mikilvægur samstarfsvettvangur um málefni sjálfbærrar þróunar á svæðinu. Í Norðurskautsráðinu koma saman annað hvert ár utanríkisráðherrar aðildarríkjanna og veita leiðsögn um starfsemi ráðsins. Þess á milli sinnir nefnd embættismanna sem jafnan koma frá utanríkisráðuneytum aðildarríkjanna þessu hlutverki.

Aðildarríki ráðsins eru átta: Bandaríkin, Finnland, Ísland, Kanada, Konungsríkið Danmörk, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Auk þess eiga sex samtök frumbyggja á norðurslóðum sæti í ráðinu: Alþjóðasamtök Alúta, Norðurslóðaráð Aþabaska, Heimskautaráð Inúíta, Alþjóðaráð Gwich‘in-frumbyggja, Samtök rússneskra frumbyggjaþjóða norðursins og Samaráðið. Þrettán ríki eiga áheyrnaraðild að ráðinu, sem og á þriðja tug alþjóðlegra stofnana og frjálsra félagasamtaka.

Sex vinnuhópar

Starf Norðurskautsráðsins fer að miklu leyti fram innan sex vinnuhópa sem hafa lagt umtalsvert til aukinnar þekkingar á umhverfi, lífríki og samfélögum á norðurslóðum. Þar er jafnframt lagður grundvöllur að stefnumarkandi ráðgjöf. Starf vinnuhópanna snýr að aðgerðum gegn mengun (ACAP), umhverfisvöktun og -mati (AMAP), vörnum og viðbúnaði vegna umhverfisvár (EPPR), lífríkisvernd (CAFF), verndun hafsvæða (PAME) og ýmsu er varðar lífsskilyrði fólks á norðurslóðum (SDWG). Auk vinnuhópa Norðurskautsráðsins eru á hverjum tíma starfræktir tímabundnir starfshópar sem vinna að skýrt skilgreindum verkefnum fyrir Norðurskautsráðið.

Þáttur Íslands

Flest ráðuneyti og fjölmargar stofnanir á Íslandi taka þátt í starfsemi Norðurskautsráðsins fyrir Íslands hönd og fer það starf að langmestu leyti fram í vinnu- og starfshópum ráðsins. Sem dæmi má nefna að umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun sinna starfi er snýr að umhverfis- og mengunarvöktun og verndum hafsvæða, Náttúrufræðistofnun annast mál er snúa að lífríki á norðurslóðum, samgönguráðuneytið og Samgöngustofa fást m.a. við siglingar í norðurhöfum og Veðurstofan hefur tekið þátt í samstarfi sem snýr að veðurfari, ís og snjóalögum á svæðinu. Þá taka háskólar á Íslandi virkan þátt í margvíslegu starfi er snýr að málefnum norðurslóða.

Skrifstofur vinnuhóps um verndun lífríkis (CAFF) og vinnuhóps um verndum hafsvæða (PAME) eru á Akureyri. Staðsetningin er í samræmi við norðurslóðastefnu Íslands þar sem áhersla er lögð á að hluti af starfsemi Norðurskautsráðsins fari fram á Íslandi.

Þrír lagalega bindandi samningar hafa verið gerðir á vettvangi Norðurskautsráðsins: Um leit og björgun, um varnir gegn olíumengun, og um eflingu alþjóðlegrar vísindasamvinnu.

Norðurskautsríkin skiptast á formennsku í ráðinu til tveggja ára í senn. Ísland gegnir því hlutverki í annað sinn frá vori 2019, en formennskutímabilinu lýkur með ráðherrafundi í Reykjavík í maí 2021. Samfara formennsku í Norðurskautsráðinu gegnir Ísland formennsku í strandgæsluráði norðurslóða og Efnahagsráði norðurslóða á sama tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi