fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Bragginn opnar aftur eftir viku – Nýir rekstraraðilar teknir við

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 1. október 2019 13:10

Bragginn við Nauthólsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan greindi frá í gær er búið að skella í lás á Bragganum Bistro í Nauthólsvík, en Háskólinn í Reykjavík leigir húsnæðið af Reykjavíkurborg og framleigði það til Daða Agnarssonar í gegnum Víkin veitingar ehf.

HR greinir frá því á heimasíðu sinni í dag að nýir aðilar hafi tekið við rekstrinum. Það er félagið NH100 ehf. sem mun reka Braggann, en félagið er í eigu sömu aðila og reka veitingastaðinn Nauthól og matsöluna Málið í háskólanum. Stjórnarmaður félagsins er skráður Tómas Kristjánsson veitingamaður.

Segir einnig að háskólinn hafi átt farsælt samstarf við félagið undanfarin ár.

„Nýir rekstraraðilar hyggjast leggja aukna áherslu á að Bragginn verði félagsaðstaða fyrir nemendur HR og munu eiga náið samstarf við Stúdentafélag HR og bjóða upp á fjölbreytta viðburði í samstarfi við nemendur,“

segir á vef HR.

Taprekstur í fyrra

Tómas er einnig skráður stjórnarmaður GJ Veitinga ehf., sem skilaði 10 milljóna króna tapi í fyrra, en félagið rekur veitingastaðinn Nauthól. Hagnaður var af staðnum árið 2017 upp á rúmar 700 þúsund krónur. Rekstrartekjur GJ Veitinga ehf í fyrra námu 469 milljónum, eignir voru 77 milljónir og eigið fé var neikvætt um rúmlega þrjár milljónir.

Að meðaltali störfuðu 33 hjá fyrirtækinu árið 2018 en laun og launatengd gjöld voru tæplega 209 milljónir króna, sem er aukning frá árinu 2017 um 10 milljónir.

GJ Veitingar eru í eigu H-14 ehf. hvar Tómas á 50% hlut á móti eiginkonu sinni.

Borgarbúar borga brúsann

Samkvæmt leigusamningi sem HR og Reykjavíkurborg skrifuðu undir 16. júlí 2015, og var samþykktur af borgarráði, hljómaði leigusamningurinn upp á 450 þúsund krónur fyrir 446 fermetra eða um 1.009 krónur á fermetrann.

Tekið er fram í leigusamningnum að fari kostnaður vegna framkvæmda yfir 158 milljónir muni leigan hækka í samræmi við þá kostnaðaraukningu og Reykjavíkurborg taki á sig um 67% af þeirri hækkun en HR 33% auk þess sem leigan er tengd vísitölu neysluverðs.

Háskólinn í Reykjavík leigir nú braggann af Reykjavíkurborg fyrir 8,3 milljónir á ári, eða 694 þúsund krónur á mánuði án vaxtagjalda. Það tekur því um hálfa öld til að greiða upp húsnæðið miðað við gefnar forsendur, en kostnaður við braggann var að minnsta kosti 450 milljónir króna, í stað 158.

Braggamálið var eitt af stærsta fréttamálinu á síðasta ári. Hefur meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur sætt harðri gagnrýni vegna málsins. Samkvæmt innri endurskoðun Reykjavíkurborgar var kostnaðareftirliti ábótavant og bæði reglur, lög og verkferlar virtir að vettungi.

 

Sjá einnig: Braggablúsinn kominn í 415 milljónir -Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir

Sjá einnig: Þessi strá fyrir utan braggann kostuðu 757 þúsund krónur – Höfundaréttavarin og keypt frá Danmörku

Sjá einnig: Engin leiga verið greidd af Bragganum:Endanlegt leiguverð óljóst

Sjá einnig: Braggaskýrslan birt

Sjá einnig: Braggablús borgarinnar: Náðhúsið kostaði 46 milljónir

Sjá einnig: Það helsta sem þú þarft að vita um braggamálið – Spurt og svarað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK