fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Þórdís Lóa svarar fyrir borgarstjóra: „Mér finnst braggaskýrslan ekki kalla á þessi viðbrögð“ – Bragganefndin sögð sjálfdauð

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 09:53

Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs, gerir lítið úr eftirmálum braggaskýrslunnar í Morgunblaðinu í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísaði á Þórdísi þegar Morgunblaðið innti hann svara vegna ákvörðunar hans um að sitja áfram í rýnihópnum um braggamálið.

Aðspurð hvort of mikið væri gert úr veru borgarstjóra í hópnum sagði Þórdís:

„Mér finnst braggaskýrslan ekki kalla á þessi viðbrögð. Mér finnst þessi viðbrögð vera frekar mikil. Við eigum frekar að setja áhersluna á það sem stendur í braggaskýrslunni og þær umbætur sem við verðum að fara í.“

Þá gerir Þórdís Lóa lítið úr mikilvægi rýnihópsins, segir hann hvorki vera hóp, né nefnd:

„Þetta er nú hvorki hópur né nefnd heldur bara þrír borgarráðsfulltrúar sem fengu það verkefni að draga saman tillögur að úrbótum og leggja fyrir borgarráð. Og sú vinna byrjaði strax fyrir jól og hluti vinnunnar verður lagður fyrir borgarráð næsta fimmtudag,“

sagði Þórdís, en frægt er þegar hún mætti í Kastljósið á síðasta ári í viðleitni sinni til að svara fyrir braggamálið, þar sem Dagur var með flensu. Þá var vandræðalega fátt um svör.

Nefndarstarfið sjálfdautt

Rýnihópurinn um braggamálið var skipaður þeim Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs og Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hildur var ekki sátt við að Dagur væri í hópnum, þar sem vera hans skerti trúverðuleika nefndarstarfsins. Sagðist Hildur því ætla að víkja, ef Dagur gerði það ekki. Sem úr varð:

„Mér finnst þetta sjálfdautt og að borgarstjóri hafi farið illa að sínu ráði. Eins og málum er háttað núna þá á sú vinna sem framundan er alfarið að vera í höndum borgarráðs. Best hefði verið ef Dagur hefði farið út og inn hefði komið hlutlaus aðili, enda krefst þessi vinna ekki pólitísks meirihluta,“

segir Hildur og bætir við:

„Ef við viljum fá góð málalok í þetta braggamál og einhverja niðurstöðu sem hægt er að bera traust til þá hefði átt að haga þessum málum með allt öðrum hætti en Dagur kýs að gera. Braggamálið er birtingarmynd af stærri vanda sem er vanvirðing við skattfé. Við erum að sjá ítrekaðar framúrkeyrslur og ef við eigum að koma í veg fyrir það þá þarf að taka braggamálið föstum tökum.“

Hildur taldi ekki trúverðugt að borgarstjóri veitti slíkri nefnd forystu, þegar skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið væri höfð til hliðsjónar. Nú er Hildur sjálf ekki lengur í hópnum og því sitja tveir fulltrúar meirihlutans eftir, til að rýna í niðurstöður skýrslunnar um braggamálið, hvar segir að reglur voru þverbrotnar og framúrkeyrsla á skattfé fór langt umfram áætlanir.

Fjarvera Hildar hafi ekki áhrif

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir við Morgunblaðið að fjarvera Hildar hafi engin áhrif á störf hópsins, en Hildur var eini fulltrúi minnihlutans:

„Mér finnst það hins vegar mjög leiðinlegt að hún ákvað að segja sig frá þessu verki. Það fylgir því ábyrgð að taka þetta verk að sér og vinna úr skýrslunni. Og í þeirri vinnu hefði ég viljað sjá áhrif og sýn Hildar. Það þarf að vinna úr skýrslunni, draga fram það sem aflaga fór og koma því í réttan farveg. Og því er gott að borgarstjóri og formaður borgarráðs geri það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK