fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Björn um Helgu Völu: „Snerist auðvitað um hana sjálfa en ekki hugsjónir jafnaðarmanna, þær eru aðeins yfirvarp“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. janúar 2019 17:15

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, baunar duglega á Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, vegna pistils er hún skrifaði í Morgunblaðið á dögunum. Þar fór Helga Vala mikinn og fór hörðum orðum um Davíð Oddsson og Morgunblaðið, sem hún sagði hafa fallið á fagmennskuprófinu og ritstjórinn afvegaleitt umræðuna með rógi og níð.

Af orðum Helgu mátti skilja að með pistlum sínum í blaðið væri hún að koma með einskonar mótvægi við stefnu blaðsins, með því að breiða út boðskap jafnaðarmennskunnar.

Björn Bjarnason er þó á öðru máli og má greina á orðum hans að hann telji Helgu Völu aðeins upphefja sjálfa sig:

 „Helga Vala Helgadóttir hefur þörf fyrir að láta umbjóðendur sína vita hve miklu hún fórnar með að sinna stjórnmálastörfum. Stundum verður henni þó um megn að gera það. Hún hafði til dæmis ekki þrek til að sitja undir ræðu forseta danska þingsins, Piu Kjærsgaard, á þingfundi á Þingvöllum 18. júlí 2018. Birtist mynd af Helgu Völu þar sem hún gekk á brott eftir að hafa laumað sér af þingpallinum.“

Um þær ástæður sem Helga Vala nefndi í pistlinum, hvers vegna hún hafi geð í sér að skrifa í blaðið, segir Björn að betur færi á að hún sniðgengi Morgunblaðið:

„Svar Helgu Völu við þessum ábendingum kemur ekki á óvart: Hún hefur ákveðið að fórna sér fyrir „boðskap og stefnu okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni“ með því að skrifa í blaðið þótt margir stuðningsmenn hennar og vafalaust enn fleiri lesendur Morgunblaðsins kysu að hún veldi sama kost og hún gerði á Þingvallafundinum.“

Þá staðhæfir Björn að pistill Helgu Völu snúist aðeins um hana sjálfa, en ekki hugsjónir jafnaðarmanna, þar sem hann hafi verið birtur aðeins degi eftir að fréttaflutning um meinta stelsýki hennar:

„Daginn áður en Helga Vala birti  síðasta boðskap jafnaðarmennskunnar í boði ritstjóra Morgunblaðsins sagði Grímur Atlason, eiginmaður hennar, á Facebook:

„Samkvæmt Davíð Oddssyni, Sigmundi Davíð, Miðflokknum og málgagni þeirra Morgunblaðinu hef ég búið með drykkjukonu [sjá mynd] og þjófi í 20 ár. Við því er þetta að segja: Aum var þeirra sókn en hún var þó hátíð miðað við vörnina.

Ég hef sagt það áður og geri það aftur: Éttann sjálfur ómennið yðar!“

Hugleiðing Helgu Völu í Morgunblaðinu 25. janúar snerist auðvitað um hana sjálfa en ekki hugsjónir jafnaðarmanna, þær eru aðeins yfirvarp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”