fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Háskólaprófessor sakaður um kynþáttahyggju og að kynda undir múslimafóbíu: „Sígildur Hannes“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, sakar Hannes Hólmstein Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor í Háskóla Íslands, um kynþáttahyggju og að kynda undir múslimafóbíu, með skrifum sínum á Facebook. Hann segir Hannes gjarnan fara í manninn, í stað málefnanna í rökræðum sínum og spyr hvort Hannes sé jafn ákafur að ræða sín einkamál.

Hafa þeir kumpánar löngum eldað saman grátt silfur, en síðast þráttuðu þeir um Stalín og Eimreiðarhópinn.

Sjá einnig: Hannes sakar Karl um hatursorðræðu:„Aðrir sugu sig á spena skattgreiðenda“

Sápuópera í raunheimum

Tilefnið nú er hinsvegar skrif Hannesar í svari við athugasemd Árna Snævarrs, fyrrverandi fréttamanns, sem rekja má til nektarmyndanna í Seðlabankanum. Hannes gagnrýndi skoðun Gunnars Smára Egilssonar, Sósíalistaforingja, er hann líkti Seðlabankamálinu við umræðuna um múslima í Danmörku. Þegar Árni Snævarr blandaði sér í málið með sinni athugasemd, svaraði Hannes með því að ráðast á ættarnafn Árna, og sagði það „snobb“ og „fordild.“

Sjá nánar: Hannes fordæmir ættarnöfn:„Af hverju getur þú ekki verið Íslendingur eins og við hin?“

Sjá nánar: Gunnar Smári um meintan leigupenna Bjarna Ben:„Maður finnur til með Hannesi að vera fastur í þessu skítadjobbi“

Sígilt efni

„Þetta er sígildur Hannes. Hann ræðst undantekningalítið að persónu þeirra sem andmæla honum, sérstaklega um einkahagi þeirra. Pétur Tyrfingsson kallaði þetta kjaftasögustíl af öðru tilefni. Skyldi Hannes vilja ræða sín einkamál af sama ákafa? – Hitt er þó alvarlegra, að Hannes verður ítrekað uppvís að kynþáttahyggju og hann kyndir blygðunarlaust undir múslimafóbíu,“

segir Karl Th. í færslu sinni.

Stríðni, tvíræðni og annáluð hnyttni

Færslu Karls svarar Hannes á þá leið að um stríðni hefði verið að ræða:

„Þetta átti nú að vera gamansemi hjá mér eða meinlaus stríðni, en sennilega hef ég ofmetið viðmælendur mína! Það er dálítið langt í leiðslunum hjá þeim, svo að það þarf að stafa allt ofan í þá og forðast alla orðaleiki, svo að ekki sé minnst á tvíræðni. Ég er reynslunni ríkari.“

Karl Th. bregst við og segir:

„Leitt að þín annálaða hnyttni og kerskni hafi ekki skilað sér til lesenda. Sumir eru raunar ekki nógu greindir til að skynja hina fíngerðari tegund af kímni. Við hljótum að fyrirgefa þeim.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?