fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Vill skoða aðkomu sérstakrar rannsóknarnefndar vegna Klaustursmálsins

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. janúar 2019 14:50

Helga Vala Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að til skoðunar sé að skipa sérlega rannsóknarnefnd vegan Klaustursmálsins, vegna þeirra upplýsinga sem fram komu á leynilegri upptöku Báru Halldórsdóttur um skipan sendiherra. Þetta kemur fram í þættinum 21 á Hringbraut.

Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, Miðflokki, hafa í tvígang hundsað fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um málið, en þeir sendu frá sér yfirlýsingar síðastliðinn miðvikudag, áður en fundur nefndarinnar hófst, hvar þeir fordæmdu “sýninguna” sem byggð væri á ólöglegri upptöku og fundurinn væri aðeins haldinn til að koma “pólitísku höggi” á andstæðinga. Ógjörningur væri að segja til um hvort átt hefði verið við upptökuna.

Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarsson mættu báðir, en sögðust ekki kannast við hin meintu pólitísku hrossakaup sem Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð tala um á upptökunni frá Klaustur bar.

Í morgun skrifaði Sigmundur Davíð harðorða grein, hvar hann fordæmdi aðkomu forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar að málinu og sagði hann í hefndarhug gagnvart sér.

Sjá nánarSakar Steingrím um „hefndarþorsta“ og pólitísk réttarhöld:„Hann tel­ur sig eiga harma að hefna“
Sjá nánar: Bjarni og Guðlaugur Þór kannast ekki við fyrirgreiðslur – Miðflokksmenn tóku ekki þátt í „sýningunni“

Slæmt fordæmi

Í þættinum 21 segir Helga Vala ekki hafa grátið sig í svefn yfir orðalagi yfirlýsinga Miðflokksmannanna, en viðraði áhyggjur sínar af því fordæmi sem hafi sýnt með því að mæta ekki á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

„Hvaða fordæmi erum við að setja ef að forstjórar ríkisstofnana ætla að sleppa því að mæta á fund fyrir fastanefnd þingsins ?“

spurði Helga Vala og ítrekaði að Alþingi hefði ríka eftirlitsskyldu.

„Ég vona að þeir aðilar sem við þurfum að kalla fyrir nefnd­ina í hverri viku, mörgum sinnum á hverju þingi, ég vona að þeir horfi ekki á þessa tvo aðila, Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son og Gunnar Braga Sveins­son, og líti til þeirra sem for­dæm­is­gjafa,“

sagði Helga Vala og nefndi að hún vonaðist til að almenningur myndi finna til ábyrgðar sinnar gagnvart samfélaginu og mæta fyrir fastanefndir þingsins, væri þess óskað.

Þess má geta að engin lög kveða á um að þeim sem boðaður er fyrir fastanefndir sé skylt að mæta.

Annað gildir hinsvegar um rannsóknarnefndir.

Rannsóknarnefnd komi til greina

Aðspurð hvort hún teldi að einhver rannsóknarembætti ættu að hafa frumkvæði að rannsókn Klaustursmálsins, minntist Helga Vala á lög um rannsóknarnefndir:

„Ef, eins og í þessu tilviki, einstaklingar mæta ekki fyrir nefndarfund, hefur auðvitað þingið það vald til að skipa rannsóknarnefnd, það eru auðvitað lög um rannsóknarnefndir,“

sagði Helga í viðtalinu.

Aðspurð hvort slík rannsóknarnefnd væri til skoðunar sagði hún:

„Já að sjálfsögðu, við hljótum að skoða allt. Þá er spurningin hvort viðkomandi geti sagt, „við þurfum ekki að mæta fyrir rannsóknarnefndina.“

Helga Vala sagði þó að skipun slíkrar nefndar hefði ekki verið rædd sérstaklega innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, en málið hafi verið rætt við hana formlega, sem óformlega innan þings og utan, til dæmis af lögspekingum.

Í lögum um rannsóknarnefndir segir að forseti þingsins hafi frumkvæðið að skipun þeirra, samþykki Alþingi ályktun þar um, „til þess að rannsaka mikilvæg mál sem almenning varða.“

Einnig er kveðið á um að þeir sem kvaddir séu fyrir nefndina, sé skylt að verða við öllum beiðnum um gögn sem óskað er eftir, skýra frá athöfnum sínum og svara fyrirspurnum hennar, skriflega. Einnig skuli taka upp hljóð og/eða myndband af skýrslutökunni til varðveislu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK