Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins tók til hendinni í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þegar hann lagaði salerni eitt í húsinu, í stað þess að láta vita af leka þess.
Segist Baldur með því hafa sparað borgarbúum um 10 milljónir, sé tekin mið að hriplekum reikningi borgarstjórnar í málum eins og Braggamálinu.
„Þetta salerni í Ráðhúsinu er búið að vera með síleka úr kassa í allan dag. Hætti við að benda meirihlutanum á bilunina, sleit lokið af og lagaði þetta sjálfur.
Þar með hef ég sennilega sparað borgarbúum ca.10 milljónir, svona miðað við braggann ofl.,“ segir Baldur í færslu sinni á Facebook og birtir um leið mynd af salerninu síleka.