fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Segja fjármálin í lagi og kalla eftir afsögn Klaustursþingmanna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. janúar 2019 11:35

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkur fólksins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um fjármál flokksins í fjölmiðlum undanfarið. Þar er ítrekað að allt hafi verið uppi á borðum og undir ströngu eftirlitsferli, en Karl Gauti Hjaltason, sem rekinn var úr flokknum eftir Klaustursmálið, sakaði flokkinn og Ingu Sæland, formann flokksins, um vafasama fjármálastjórn í grein sinni í Morgunblaðinu.

Undir orð hans tók Halldór Gunnarsson, einn stofnenda Flokks fólksins og fyrrverandi sóknarprestur í Holti í Rangárvallasýslu.

Sjá nánar: Karl Gauti segir frá vafasömum fjármálum í Flokki fólksins

Sjá nánarHalldór sakar Ingu Sæland um trúnaðarbrest

Engar athugasemdir

Stjórn Flokks fólksins segir að engar athugasemdir hafi verið gerðar við fjármál flokksins af Ríkisendurskoðun, kjörnum skoðunarmönnum, eða fjármála- og efnahagsnefnd:

„Á síðustu dögum hefur farið fram umfjöllun í fjölmiðlum um fjármál Flokks fólksins. Stjórn Flokksins vill því ítreka eftirfarandi: Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka hafa öll fjármál Flokks fólksins verið lögð árlega og skilvíslega undir skoðun löggilts endurskoðanda og Ríkisendurskoðunar. Einnig hafa ársreikningar flokksins verið lagðir fyrir aðalstjórn, kjörna skoðunarmenn, fjármála- og efnahagsmálanefnd, framkvæmdastjórn og landsfund Flokks fólksins til skoðunar og samþykktar áður en þeim er skilað til Ríkisendurskoðunar. Í þessu stranga eftirlitsferli allra hlutaðeigandi og ofangreindra aðila hafa aldrei komið fram athugasemdir sem gefa í skyn að fjármál Flokks fólksins séu vafasöm á nokkurn hátt.

Hægt er að sjá úrdrátt af endurskoðuðum og samþykktum ársreikningi Flokks fólksins á vefsíðu Ríkisendurskoðunar (rikisendurskodun.is) og á heimasíðu flokksins (flokkurfolksins.is). Stjórn Flokks fólksins ítrekar fyrri yfirlýsingu sína um að þeir Alþingismenn sem komu fram á upptökunum frá fundi stjórnar Miðflokksins, og Ólafs Ísleifssonar þáverandi þingflokksformanns og Karls Gauta Hjaltasonar þáverandi varaformanns þingflokks og þáverandi stjórnarmanns Flokks fólksins, á barnum Klaustri 20. nóvember sl. ættu að axla ábyrgð á eigin gjörðum og segja strax af sér þingmennsku. Stjórn Flokks fólksins“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK