fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Halldóra áhyggjufull og grátbiður Dag: „Þetta er sonur minn á myndinni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. janúar 2019 12:10

Skjáskot af Vísi-Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um umferðina við Hringbraut hefur verið í brennidepli í vikunni frá því að keyrt var á barn á leið í skólann á miðvikudagsmorgun. Boðað var til mótmæla, íbúafundur haldinn og sjálfboðaliði gerðist gangbrautavörður, sem stóð vaktina til að koma vegfarendum heilum og höldnum yfir götuna.

Andartökum eftir að gangbrautarvörðurinn lauk störfum í gærmorgun gerði ungur drengur tilraun til að fara yfir Hringbrautina á gatnamótunum við Meistaravelli. Ýtti hann á takkann og beið eftir græna ljósinu. Þegar umferðarljósið varð rautt, brunaði stór jeppi yfir á rauðu ljósi og náði ljósmyndari Vísis magnaðri mynd af því augnabliki, sem þykir sýna vandann við Hringbraut í hnotskurn.

Skjáskot af frétt Vísis

Móðirin biðlar til borgarstjóra

Halldóra Rut Baldursdóttir, móðir drengsins á myndinni, skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook hvar hún biðlar til borgarstjóra og lögreglustjóra um úrbætur:

„Kæru Dagur B. Eggertsson og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Þetta er sonur minn á myndinni.Ég grátbið ykkur um að lækka hámarkshraðann á Hringbraut og lengja tímann á gönguljósunum ásamt því að tryggja öryggi barnanna með því að kosta gangbrautarvörð sem fylgir börnunum yfir götuna í skólann, eitthvað sem Vesturbæjarskóli hefur þegar ráðist í að gera ásamt foreldrum,“

segir móðir drengsins sem taggar borgarstjóra og lögreglustjóra í færslu sína.

Hún segir að þó svo að gangbrautarvörður fylgi börnunum yfir götuna á morgnana þá fari þau yfir hana án fylgdar eftir skóla og því sé ekki allur vandinn leystur:

„Ég legg því einnig til að í bland við forvarnarfræðslu, sem bæði skóli og foreldrar sinna, séu skemmtileg og myndræn fræðsluskilti hengd upp á gönguljósin á Hringbrautinni (og víðar). Fræðsluskiltin væru mikilvæg áminning fyrir börnin um að líta til beggja hliða, þó að græni kallinn sé kominn, ásamt því að bíða eftir því að bílarnir stoppi áður en þau ganga yfir götuna.“

Býðst til að borga sé það borginni um megn

Þá býðst Halldóra til að standa sjálf straum af kostnaði vegna slíkra fræðsluskilta, sé það Reykjavíkurborg um megn:

„Ef hugmyndin að fræðsluskiltum strandar á kostnaði þá býð ég mig fram til að halda utan um hugmyndina og láta hana verða að veruleika, borginni að kostnaðarlausu. Þetta er nefnilega spurning um líf eða dauða.“

Sjá einnig: Ólafur skýtur niður umbótahugmyndir Lífar:„Þetta hefur ekkert með hraðann að gera“

Sjá einnigGísli Marteinn vill ekki göngubrú á Hringbraut:„Það er bara ein lausn á þessu máli“

Sjá einnigHildur gefur lítið fyrir hugmyndir Ólafs:„Mér finnst það ekki í lagi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?