fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Útflutningsverðmæti eldisafurða jókst um 123% milli ára – Stefnir í 24 milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. september 2019 09:50

Mynd if.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam um 1.728 milljónum króna í ágúst samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Þetta er mikil aukning frá sama mánuði í fyrra, eða sem nemur 123% og hefur útflutningsverðmæti eldisafurða aldrei verið meira í ágústmánuði, samkvæmt tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Gengi krónunnar var að jafnaði 10% veikara í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra miðað við gengisvísitölu krónunnar. Er því um að ræða tvöföldun í verðmætum í erlendri mynt. Í tonnum talið jókst útflutningur á eldisafurðum um 95%, en alls voru flutt út 1.764 tonn af eldisafurðum í ágúst samanborið við 906 tonn í sama mánuði í fyrra.

Stefnir í 24 milljarða

Á fyrstu 8 mánuðum ársins nemur útflutningsverðmæti eldisafurða um 15,5 milljörðum króna. Það er   79% aukning í krónum talið á milli ára, en á sama tímabili í fyrra var verðmæti eldisafurða komið upp í rúma 8,6 milljarða króna. Að teknu tilliti til gengisáhrifa nemur aukningin 60% og er það stóraukið eldi á laxi sem skýrir þessa aukningu eins og myndin hér fyrir neðan ber með sér.

Á henni sést jafnframt að útflutningsverðmæti eldisafurða fyrstu átta mánuði ársins, er nú þegar orðið mun meira en það hefur áður verið á heilu ári. Með sama áframhaldi stefnir í að verðmæti útfluttra eldisafurða verði í kringum 24 milljarða króna í ár.

Stór hluti af heildinni

Aflaverðmæti úr sjó var tæpir 126,3 milljarðar árið 2018 sem er 14,8% aukning samanborið við árið 2017. Verðmæti botnfiskaflans nam 89 milljörðum og jókst um 16,9%. Þorskur er sem fyrr verðmætasta tegundin með aflaverðmæti upp á 55,8 milljarða, sem er 14,5% aukning milli ára. Af öðrum botnfisktegunum nam aflaverðmæti ýsu 10,6 milljörðum (+33,2%), karfa 10,2 milljörðum (+15,5%) og ufsa 7,9 milljörðum (+23,6%). Verðmæti uppsjávarafla var 24,4 milljarðar sem er 2,6% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti flatfisks jókst um 35,6% á milli ára og var 10,2 milljarðar árið 2018. Verðmæti skel- og krabbadýraaflans nam 2,6 milljörðum á síðasta ári samanborið við 2,4 milljarða árið 2017.

Verðmæti afla, sem seldur var til vinnslu innanlands árið 2018, nam 70,8 milljörðum sem er um 56% af heildarverðmæti. Verðmæti sjófrysts afla nam 29,8 milljörðum og verðmæti afla, sem fór á fiskmarkaði til vinnslu innanlands , nam 19,5 milljörðum, eða um 15% af heildarverðmæti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð