fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Útflutningsverðmæti eldisafurða jókst um 123% milli ára – Stefnir í 24 milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. september 2019 09:50

Mynd if.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam um 1.728 milljónum króna í ágúst samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Þetta er mikil aukning frá sama mánuði í fyrra, eða sem nemur 123% og hefur útflutningsverðmæti eldisafurða aldrei verið meira í ágústmánuði, samkvæmt tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Gengi krónunnar var að jafnaði 10% veikara í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra miðað við gengisvísitölu krónunnar. Er því um að ræða tvöföldun í verðmætum í erlendri mynt. Í tonnum talið jókst útflutningur á eldisafurðum um 95%, en alls voru flutt út 1.764 tonn af eldisafurðum í ágúst samanborið við 906 tonn í sama mánuði í fyrra.

Stefnir í 24 milljarða

Á fyrstu 8 mánuðum ársins nemur útflutningsverðmæti eldisafurða um 15,5 milljörðum króna. Það er   79% aukning í krónum talið á milli ára, en á sama tímabili í fyrra var verðmæti eldisafurða komið upp í rúma 8,6 milljarða króna. Að teknu tilliti til gengisáhrifa nemur aukningin 60% og er það stóraukið eldi á laxi sem skýrir þessa aukningu eins og myndin hér fyrir neðan ber með sér.

Á henni sést jafnframt að útflutningsverðmæti eldisafurða fyrstu átta mánuði ársins, er nú þegar orðið mun meira en það hefur áður verið á heilu ári. Með sama áframhaldi stefnir í að verðmæti útfluttra eldisafurða verði í kringum 24 milljarða króna í ár.

Stór hluti af heildinni

Aflaverðmæti úr sjó var tæpir 126,3 milljarðar árið 2018 sem er 14,8% aukning samanborið við árið 2017. Verðmæti botnfiskaflans nam 89 milljörðum og jókst um 16,9%. Þorskur er sem fyrr verðmætasta tegundin með aflaverðmæti upp á 55,8 milljarða, sem er 14,5% aukning milli ára. Af öðrum botnfisktegunum nam aflaverðmæti ýsu 10,6 milljörðum (+33,2%), karfa 10,2 milljörðum (+15,5%) og ufsa 7,9 milljörðum (+23,6%). Verðmæti uppsjávarafla var 24,4 milljarðar sem er 2,6% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti flatfisks jókst um 35,6% á milli ára og var 10,2 milljarðar árið 2018. Verðmæti skel- og krabbadýraaflans nam 2,6 milljörðum á síðasta ári samanborið við 2,4 milljarða árið 2017.

Verðmæti afla, sem seldur var til vinnslu innanlands árið 2018, nam 70,8 milljörðum sem er um 56% af heildarverðmæti. Verðmæti sjófrysts afla nam 29,8 milljörðum og verðmæti afla, sem fór á fiskmarkaði til vinnslu innanlands , nam 19,5 milljörðum, eða um 15% af heildarverðmæti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?