fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Eyjan

Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn sagður einn úti í horni – Fjarvera hans fór ekki framhjá samflokksmönnum hans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. september 2019 07:55

Eyþór Arnalds. Mynd/Eyjan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku samþykktu ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nýjan samgöngusamning. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur gagnrýnt samninginn. Flokksbræður hans, sem sitja í bæjarstjórastólum nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur, eru hins vegar ekki sömu skoðunar og undirrituðu samninginn. Sumir sveitarstjórnafulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu eru sagðir hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðtökur Eyþórs á samningnum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Allir bæjarstjórarnir, sem skrifuðu undir samninginn eru Sjálfstæðismenn, en borgarstjóri er Samfylkingarmaður. Auk þeirra skrifuðu forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra undir samkomulagið.

Það er til fimmtán ára en á þeim tíma verður um 52 milljörðum varið í stofnvegi, tæpum 50 milljörðum í innviði borgarlínu og almenningssamgöngur, rúmlega 8 milljörðum verður varið í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng. Rúmlega 7 milljarðar eiga síðan að fara í bætta umferðarstýringu og sértækar öryggisaðgerðir.

Eyþór hefur gagnrýnt samkomulagið og hefur kvartað yfir samráðsleysi við gerð þess. Margir flokksbræðra hans á sveitarstjórnarstiginu segja þetta ekki rétt og hafa meðal annars bent á að Eyþór hafi verið boðaður á stóran samráðsfund þann 11. september en hafi ekki látið sjá sig. Hefur fréttablaðið eftir tveimur bæjarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu að eftir þessu hafi verið tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla