fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg segist hafa yfirsýn yfir rykfallna bíla sína en stofnar samt starfshóp um þá – „Grátlega fyndið“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. september 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs í gær lagði meirihlutinn fram drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um farartækjaflota Reykjavíkurborgar. Hlutverk hópsins er að „gera tillögur varðandi rekstrarfyrirkomulag, stjórnun og þjónustu fyrir bíla í eigu eða leigu Reykjavíkurborgar.“

Líkt og Eyjan greindi frá í vikunni höfðu voru bílar í eigu Reykjavíkurborgar, sem ekki höfðu verið í notkun í á annað ár, geymdir í bílastæðahúsum um borgina, meðal annars í Bryggjuhverfi, hvar bílarnir höfðu rykfallið og voru farnir að verða íbúum til ama.

Reykjavíkurborg svaraði því til að aðeins væri að ræða um nokkra mánuði og að borgin hefði vissulega yfirsýn yfir sín bílamál. Hinsvegar þótti meirihlutanum ástæða til að stofna sérstakan starfshóp um farartækjaflota sinn í kjölfar þess að málið kom upp, líkt og fram kom á borgarráðsfundinum í gær.

Sjá nánar: Yfirgefnir og rykfallnir bílar Reykjavíkurborgar valda íbúum óþægindum – „Ekki batnar ástandið í rekstri borgarinnar“

Sjá einnig: Reykjavíkurborg leysir ráðgátuna um rykföllnu bílana:„Notagildið er ekki meira en þetta”

Bókanir ganga á víxl

Minnihlutinn átti orðastað við meirihlutann vegna málsins á fundinum í gær og gengu bókanir og gagnbókanir á víxl.

Sjálfstæðisflokkurinn reið á vaðið og vakti máls á því að milljörðum króna hefði verið varið í faratæki til að veita ákveðna þjónustu við borgarbúa, sem ekki væri gert með því að láta bíla rykfalla í bílakjöllurum án haldbærra skýringa:

„Þá vekur athygli í þessu samhengi að Reykjavíkurborg hefur greitt starfsmönnum tvo milljarða í akstur á eigin bifreiðum frá árinu 2011. Allar þessar greiðslur hafa átt sér stað þrátt fyrir umhverfisstefnu og nú er stofnaður enn einn starfshópurinn um farartækjaflotann.“

Meirihlutinn svaraði þessu þannig að því væri ranglega haldið fram af Sjálfstæðisflokknum að milljörðum hafi verið varið í farartæki, þegar vísað væri til þess að fólk fengi greitt fyrir að keyra eigin bíla á vinnutíma.

Þá lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram gagnbókun:

„Rétt er rétt. Borgin hefur varið milljörðum króna í bíla með beinum og óbeinum hætti. Allt tal um að það sé rangt stenst ekki skoðun, enda liggur bókhald borgarinnar fyrir. Stundum er sannleikurinn óþægilegur. Hann liggur samt fyrir. Hún snýst nú samt jörðin.“

Grátlega fyndið

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lét einnig að sér kveða:

„Grátlega fyndið er að nú eigi að stofna starfshóp um farartækjaflota Reykjavíkurborgar nú en líklega er það löngu tímabært miðað við fréttir síðustu daga um „týnda“ bíla borgarinnar. Engin yfirsýn er yfir bílaeign borgarinnar og fundust tveir yfirgefnir bílar með skráningarnúmerunum RX-X04 og FM-E45 sem reyndust í eigu borgarinnar í bílakjallara í rótgrónu íbúahverfi. Þar höfðu þeir staðið óhreyfðir í hátt á annað ár að sögn íbúa, þeim til mikils ama og óþæginda. Hvernig getur Reykjavíkurborg týnt bílunum sínum með þessum hætti? Hvers vegna var þeim komið fyrir á þessum stað? Hver var skráður ábyrgðarmaður fyrir bílunum? Reykjavíkurborg skuldar borgarbúum haldbær svör sem varpar ljósi á málið.“

Meirihlutinn bókaði þá sama svarið sem gefið var út til fjölmiðla vegna fréttaflutningsins af bílunum; að borgin hefði bílastæðahúsið til umráða, aðeins hefði verið um nokkra mánuði að ræða og bílarnir hefðu verið geymdir „um stund“ til að nota innan kerfis:

„Yfirsýn yfir bílaflota borgarinnar hefur alltaf legið fyrir og þótt lítill hluti af bílum borgarinnar séu geymdir um skemmri eða lengri tíma er varasamt að álykta um stjórnun flotans eða yfirsýn.“

Þá svaraði Vigdís:

„Bílarnir fundust í bílakjallara í rótgrónu íbúahverfi. Að nota nýjustu bílana „innan kerfis“ þýðir þá líklega að gleyma þeim í bílakjöllurum víðsvegar um borgina. Þessi bókun upplýsir ekki á nokkurn hátt um tilvist bíla í eigu borgarinnar sem fundust í Bryggjuhverfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“