fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Björn Leví fann glufu varðandi veggjöldin –„ Hægt að skilja samkomulagið á allt öðruvísi hátt“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. september 2019 12:00

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var undirritað samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu af fulltrúum ríkisins og sveitarfélaganna upp á tugmilljarða framkvæmdir til næstu ára.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata tjáir sig um samkomulagið á Facebook. Hann gagnrýnir hversu fáir komu að gerð þess og segir orðalagið býsna einhliða hvað veggjöld varðar:

„…en það er glufa. Það fer ekki mikið fyrir henni en það má spyrja sig að því hvort sveitarfélögin myndu segja „nei“ ef ríkið kæmi með annað fjármagn en veggjöld og segja „þú ert ekki að standa við samkomulagið“. Augljóslega ekki. Ég er samt ekki sáttur við kaflann um fjármögnun verkefnisins. Ef maður veit ekki af glufunni þá er hægt að skilja samkomulagið á allt öðruvísi hátt, sem ég held að sé ætlunin.“

segir Björn Leví. Hann segir tvö atriði sem fari lítið fyrir í samkomulaginu vera gríðarlega mikilvæg:

„Til að byrja með endurskoðunarákvæðið og svo er það setningin „Önnur fjármögnun félagsins gæti verið í formi sérstakra ríkisframlaga eða hlutdeildar í öðrum tekjustofnum tengdum samgöngum, enda raskist ekki fjármögnun samkomulagins við þá breytingu“

Þetta þýðir að ríkið getur, hvenær sem er lagt til annað fjármagn í staðinn fyrir það fjármagn sem ætti að innheimta með veggjöldum. Að hluta til eða að öllu leyti. Risastóra spurningin er því eins pólitísk og hún gerist (snýst um skattlagningu), hvaða flokkar munu leggja á veggjöld og hvaða flokkar munu ekki gera það?“

Björn sagði við Eyjuna að glufunni hefði verið bætt inn eftir þrýsting frá sveitarfélögunum og að aðilar málsins vissu allir af henni. Með þessari „glufu“ er því samkomulagið ekki bundið fjármögnun af veggjöldum, heldur væri hægt að fara í framkvæmdir byggt á samkomulaginu þó svo að hætt yrði við áform um veggjöld og aðrar fjármögnunarleiðir skoðaðar.

Textinn í samkomulaginu

Veggjaldakosningar

Björn Leví segir að erfitt gæti reynst að koma veggjöldum í gegnum þingið og að næstu kosningar munu að miklu leyti snúast um þá ákvörðun:

„Eins og ég segi í þessari færslu hjá mér, þá kem ég til með að vera sammála þessum framkvæmdum og markmiðum en ósammála fjármögnunarleiðinni. Mér finnst samkomulagið vera óþarflega þröngsýnt á fjármögnun en það er ekkert nema vandamál ríkisstjórnarinnar. Það er þeirra vandamál að koma veggjöldum í gegnum þingið. Það verður sem betur fer nýtt kjörtímabil og vonandi ný ríkisstjórn sem kemur svo til með að þurfa að ákveða hvort það á í raun að innheimta veggjöld eða ekki. Ég tel að næstu kosningar munu snúast ansi mikið um þá ákvörðun.“

Hann segir einnig að valið verði ekki einfaldara í kosningum:

„Frá mínum bæjardyrum séð þá er það augljóst að núverandi ríkisstjórnarsamstarf með sjálfstæðisflokknum er alltaf að fara að leggja á veggjöld. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir það er að velja ekki þessa flokka í næstu kosningum. Valið verður ekki mikið einfaldara. Aðrir verða hins vegar að geta útskýrt hvernig á að fjármagna í staðinn. Það virkar ekkert rosalega vel að hækka endilega aðra skatta á móti og „forgangsröðun“ er ansi þreytt útskýring.“

Kílómetragjald í stað veggjalda

Björn Leví segir enga þörf á veggjöldum og boðar þess í stað kílómetragjald:

„Niðurstaðan er að það þarf ekki að taka veggjöld. Það þarf ekki vegna orkuskipta (þar væri kílómetragjald með þyngdarstuðli miklu betra og nákvæmara vegna þess að þungir bílar valda miklu meira álagi á vegina) og það þarf ekki veggjöld til þess að fjármagna framkvæmdirnar. Valið um það hvort það gerist verður í næstu kosningum,“

segir Björn sem ætlar að samþykkja framkvæmdirnar þó svo hann hafni fjármögnunaraðferðinni:

 „Hún er fyrirferðamikil og býður upp á eftirlitssamfélag ásamt því að vera regressíf skattheimta. Kílómetragjald hvetur fólk miklu frekar til þess að sleppa að aka óþarfa kílómetra en núverandi „kílómetragjald“ sem felst í því að dæla því fyrirfram á tankinn á bílnum. Mér finnst þetta vera slæmt samkomulag af því að það er allt of niðurnjörvaður texti í því sem lætur það líta svo út að allt standi og falli með því að það verði að taka veggjöld. Það er að vissu leyti satt, ef fólk velur áfram sömu þvingunarpólitíkina og er búin að vera í gangi á þessu kjörtímabili. Þetta samkomulag er kristaltært dæmi um þá þvingunartilburði sem ríkisstjórnin notar. Ég hefði til dæmis haft allt öðruvísi texta um þessa fjármögnun og gert það einfaldlega skýrt að samkomulagið falli um sjálft sig ef einhver aðilanna útvegar ekki sinn hluta af fjármagninu, óháð því hvernig því fjármagni er aflað. En nei, það þarf að skrifa samkomulag sem lítur út fyrir að þvinga fram veggjöld… en vinsamlegast láttu ekki plata þig með því. Þetta er allt skollaleikur um samtrygginguna. Allir verða að vera samsekir. Ég hef hins vegar engan áhuga á svoleiðis pólitík og læt ekkert mála mig út í svoleiðis horn. Þess vegna segi ég, markmiðin og framkvæmdirnar eru eitthvað sem við eigum að samþykkja og fjármögnunaraðferðinni eigum við að hafna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Frægur sjónvarpsmaður spáir Trump Friðarverðlaunum Nóbels innan tveggja ára

Frægur sjónvarpsmaður spáir Trump Friðarverðlaunum Nóbels innan tveggja ára
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar