fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Brynjar gekk á dyr í morgun: „Hafði ekkert með Áslaugu að gera“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. september 2019 10:17

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir upphaf fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun um málefni ríkislögreglustjóra, yfirgaf Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fundarsalinn þegar dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, gekk inn í herbergið. Mbl.is greinir frá.

Ekki er greint frá ástæðum þess að Brynjar gekk út í frétt mbl.is, en líkt og greint hefur verið frá áður var Brynjar einn þeirra sem orðaðir voru við embætti dómsmálaráðherra. Hafa skrif hans á samfélagsmiðlum í kjölfarið bent til þess að hann sé óánægður með að hafa ekki hlotið embættið og sagðist fyrr liggja dauður en að taka við af Áslaugu sem ritari flokksins.

Ekkert að gera með Áslaugu

Brynjar sagði við Eyjuna að útganga hans hefði ekkert með Áslaugu að gera, heldur formann nefndarinnar og starfshætti hennar:

„Það hafði ekkert með Áslaugu að gera að ég gekk á dyr. Þetta hefur með starfshætti formans nefndarinnar að gera. Hvorki Harald né Áslaugu“

sagði Brynjar en formaður stjórnskipunar- ogeftirlitsnefndar er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum.

Brynjar sagði að hann tæki ekki þátt í pólitísku sjónarspili:

„Ég var að mótmæla, þetta var svona protest hjá mér, því að formaðurinn ákvað að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn.  Ég neita að vera þátttakandi í slíku pólitísku sjónarspili.“

Brynjar telur að málið eigi heima hjá dómsmálaráðherra.

„Það er framkvæmdavaldið, ráðherrann, sem á að leysa málið, ekki þingmenn eða þingnefndir, því málið heyrir undir hann,“

sagði Brynjar við Eyjuna.

Brynjar hefur skrifað ófá orðin um hversu móðgunargjarnir og hörundsárir hinir pólitískt rétthugsandi vinstri menn séu. Aðspurður hvort eiga mætti von á frekari mótmælaaðgerðum af hans hálfu þegar honum mislíkaði eitthvað í þinginu eða nefndarstörfunum, sagði hann svo ekki vera:

„Nei þetta var bara svona einstakt dæmi, bara svona protest hjá mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar