„Það eina sem mig langar að vita núna er hvaða PR-maður ráðlagði Ríkislögreglustjóra að fara í viðtal við Moggann? NB Viðtal sem hann fékk væntanlega að lesa yfir, en láta samt þessi spillingarbrigsl standa? Að klúðra svona viðtali er eitthvað sem krefst einbeitts brotavilja.“
Svo tístir Helgi Seljan, fjölmiðlamaður, um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra og viðtal hans við Morgunblaðið, sem hellti olíu á eldinn í deilu hans við ýmsa aðila innan lögreglunnar.
Í gær lýstu átta af níu lögreglustjórum á Íslandi yfir vantrausti á Harald og töldu hann óstarfhæfan. Þar á meðal formaður Lögreglustjórafélagsins, Úlfar Lúðvíksson. Aðeins Ólafur Helgi Kjartansson á Suðurnesjum kaus að taka ekki undir yfirlýsinguna.
Þá samþykkti formannafundur Landssambands lögreglumanna einnig vantraust á ríkislögreglustjóra í gær og ljóst að staða Haraldar er erfið, þar sem skorað er á hann að stíga til hliðar. Er viðtalið í Morgunblaðinu sagt kornið sem fyllti mælinn.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fundaði með Haraldi í morgun. Sagði hún að Haraldur hefði ekki ljáð máls á því hvort hann ætlaði að stíga til hliðar og ljóst væri að hann myndi sitja áfram.
Það eina sem mig langar að vita núna er hvaða PR-maður ráðlagði Ríkislögreglustjóra að fara í viðtal við Moggann? NB Viðtal sem hann fékk væntanlega að lesa yfir, en láta samt þessi spillingarbrigsl standa? Að klúðra svona viðtali er eitthvað sem krefst einbeitts brotavilja.
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) September 23, 2019