fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Fasteignagjöld á Íslandi hæst í Keflavík – Hvað ert þú að borga ?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. september 2019 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byggðastofnun hefur nú í ár líkt og undanfarin ár, fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu viðmiðunarfasteigninni á 26 þéttbýlisstöðum á landinu. Eru nú til árleg og sambærileg gögn frá árinu 2010 til ársins 2019.

Tekið skal fram að hér er horft til allra svokallaðra fasteignagjalda, það er fasteignaskatts, lóðarleigu, fráveitugjalds, vatnsgjalds og sorpgjalda. Hæsta heildarmatið þýðir ekki að þar séu einnig hæstu fasteignagjöldin, en mismunandi álagningarreglur einstakra sveitarfélaga skipta hér mestu máli.

Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti. Stærð lóðar er 808 m2. Fasteignagjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2018 og samkvæmt álagningarreglum ársins 2019 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi.

Gjöldin eru þriðja árið í röð hæst í Keflavík, 453 þ.kr. en voru 389 þ.kr. fyrir ári síðan. Fyrir ári síðan voru gjöldin næst hæst í Borgarnesi 378 þ.kr., en eru nú sjöttu hæstu gjöldin 403 þ.kr. Í ár eru gjöldin næst hæst á Selfossi 407 þ.kr. Undanfarin ár hafa lægstu gjöldin verið á Vopnafirði, en eru nú fimmtu lægstu 285 þ.kr. Nú eru gjöldin lægst í Grindavík 259 þ.kr. og næst lægst í Bolungarvík 260 þ.kr. Gjöldin í Grindavík eru 57% af gjöldum í Keflavík.

Fasteignamat
Heildarmat, sem er samanlagt verðmat fasteignar og lóðar, er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu er. Þriðja árið í röð er Bolungarvík með lægsta heildarmatið 16,1 m.kr. en var 14,5 m.kr. árið áður. Hæst er það á Höfuðborgarsvæðinu frá 53,4 m.kr. til 103,1 m.kr. Af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir voru, utan höfuðborgarsvæðisins, er matið hæst á Akureyri 49,5 m.kr. Matið þar hefur hækkað um 17,4% á milli ára en það var 42,15 m.kr. árið áður.

Heildarmat hækkaði mest á Húsavík á milli áranna 2017 – 2018 eða um 43%, úr 22 m.kr. í rúmar 31 m.kr. Nú hækkar það um 27,1% og fer í 39,9 m.kr. Í ár hækkar matið mest í Keflavík, eða um 37,7% og er nú 48,5 m.kr. næst á eftir Akureyri. Lægsta heildarmatið er í Bolungarvík 16,1 m.kr. sem er 2,3 m.kr. lægra en á Seyðisfirði og 2,9 m.kr. lægra en á Patreksfirði. Í Bolungarvík hækkaði matið um 11,3% á milli ára.

Heildargjöld versus heildarmat

Eins og áður segir samanstanda fasteignagjöld af fasteignaskatti, lóðarleigu, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi og sorpgjöldum. Í flestum tilvikum er fasteignaskattur prósenta af heildarmati en ekki húsmati, lóðarleiga er prósenta af lóðarmati, fráveitugjald er prósenta af heildarmati og sorpgjald er fast gjald. Vatnsgjald er ýmist prósenta af heildarmati eða samsetning fasts gjalds og notkunar með nokkrum útfærslum. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá prósentu breytingar heildargjalda og heildarmats á milli áranna 2018 – 2019. Þar sem lítill munur er á prósentutölum innan hvers þéttbýlis, má telja líklegt að gjaldskrá sveitarfélagsins hafi lítið eða ekkert breyst á milli ára. Þegar hækkun verður á heildarmati og prósentutölur álagningar lækka ekki á móti leiðir það af sér hækkun fasteignagjalda á milli ára. Þar sem töluverður munur er á prósentubreytingu heildargjalda og heildarmats hafa breytingar gjaldskrár átt sér stað. Til að mynda á Húsavík, í Keflavík, á Selfossi, á Akranesi, í Hveragerði og í Stykkishólmimá skjá að %breyting heildargjalda er nokkuð lægri en %breyting heildarmats. Minnisti
munurinn er í Vestmannaeyjum þar sem matið hækkar um 7,8% og gjöldin um 6,9%.

Þróun heildarmats

Hér má sjá þróun heildarmats síðustu sex ára en svipað mynstur má sjá á flestum stöðum:

Fyrirvari
Rétt er að taka fram að sveitarfélög veita mismunandi þjónustu til dæmis hvað varðar sorpurðun og förgun og er sums staðar rukkað fyrir þjónustu sem er
innifalin í gjöldum annars staðar. Þar sem rukkað er fyrir vatnsnotkun samkvæmt mælum er magnið áætlað miðað við stærð hússins. Þá er og rétt að vekja
athygli á því að á einstaka stað er fasteignamat mismunandi eftir hverfum á framangreindum stöðum. Loks er ástæða til að vekja athygli á því að í sveitarfélögum
með fleiri en einn þéttbýliskjarna er fasteignamatið mjög mishátt eftir kjörnum og þar með fasteignagjöldin. Sama á við um dreifbýli. Fyrir kemur að
mismunandi reglum er beitt við útreikning lóðarleigu innan sama þéttbýlis, til dæmis vegna þess að eldri samningar kveða á um aðrar reikniaðferðir. Hér er
miðað við nýjustu samninga. Staðfestingar fengust á útreikning frá öllum sveitarfélögum, samkvæmt skýrslunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð