fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Bókabúðafjöld æsku minnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. september 2019 23:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sá menn sýta það hér á alnetinu að veitingahús sem nefnist Nonnabiti (pínulítið tvíbent heiti) sé að loka. Það er staðsett í Hafnarstræti. Ég gekk þar framhjá áðan og þá rann upp fyrir mér að Nonnabiti er til húsa í býsna merkilegu rými. Þar var í eina tíð Bókaverslun Snæbjarnar – eða The English Bookshop eins og hún hét líka.

Bókaverslun Snæbjarnar stóð á gömlum merg, opnaði fyrst í Bankastræti 1927 – stofnandinn var Snæbjörn Jónsson skjalaþýðandi. Í bókabúðinni var lögð áhersla á bækur á ensku, og þá ekki bara skáldskap, heldur líka fræðibækur, orðabækur og handbækur alls konar. Rekstrinum var hætt 1989.

Á árunum þegar ég var að fá áhuga á bókmenntum var hægt að fara býsna stóran túr milli bókabúða í Reykjavík. Mál & menning á Laugavegi var stæsta bókabúðin, með íslenskri deild á miðhæð, stórri erlendri deild á efstu hæð og svo var stofnuð sérstök barnabókadeild í kjallara. Mál & menning var líka eins konar félagsheimili – þar innan um bækurnar hitti maður alltaf eitthvað fólk sem maður þekkti.

Eymundsson var í Austurstræti þar sem búðin er enn – og á hæðinni fyrir ofan bókabúðina Café Tröð. Innar í Austurstrætinu var svo Bókaverslunin Ísafold. Báðar verslanirnar voru stofnaðar á 19. öld. Húsið þar sem Ísafold var til húsa var Austurstræti 8 – síðar var það flutt og hýsir nú Fiskmarkaðinn í Aðalstræti.

Í Lækjargötu var Bókabúð Braga Brynjólfssonar, og þar fyrir utan gjarnan skilti þar sem voru auglýst Ný dönsk blöð, en neðst á Skólavörðustígnum var Bókabúð Lárusar Blöndal.

Þá má ekki gleyma Bókaverslun KRON (Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis) sem var í einlyftu húsi á horni Bankastrætis og Skólastrætis. Þar var bóksalinn Þorvarður Magnússon og lagði sig fram um að selja góðar erlendar bækur. Þetta var ágæt menningarstofnun en flestum gleymd.

Svo má nefna allar fornbókaverslanirnar. Sú helsta var Bókin sem var á Skólavörðustíg en síðan á Laugavegi, þar réðu ríkjum Gunnar Valdimarsson og Snær Jóhannesson. Ég man eftir tveimur fornbókaverslunum á Hverfisgötu, ein var á Laufásvegi, og svo var ein í Hafnarstræti. Af henni fór misjafnt orð – þar voru seld þvæld klámblöð leynt og ljóst.

Bókabúðaflóran er óneitanlega einsleitari nú. Það er svo með lífið í borgum að svo margt hefur verið að hverfa sem var þar áður, bankaútibú, pósthús, plötubúðir, já og bókabúðir – þær eru fimm eftir í Miðborginni, þrjár í eigu sömu verslanakeðju, og ein fornbókabúð. En kannski á maður bara að þakka fyrir það sem enn lifir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð