fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur Birgis: „Mikilvægt að allir umhverfissinnar átti sig á þessari mynd – Ég er bara að benda á hræsnina“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. september 2019 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, vekur athygli á vægi millilandaflugs þegar kemur að losun koltvísýrings (CO2)  en losun flugvéla er meira en álvera, fiskiskipaflotans og bílaflotans til samans.

Hræsni í gagnrýni

Vilhjálmur telur mikilvægt að umhverfissinnar átti sig á þessum hlutföllum, þar sem ekki sé eins mikil „stemmning“ hjá þeim að mótmæla flugsamgöngum:

„Tel mikilvægt að allir umhverfissinnar átti sig á þessari mynd, en á henni sést hvað millilandaflug til Íslands losar gríðarlegt magn árlega af C02. Takið eftir að allt millilandaflug til Íslands mengar 7,2 milljónum tonna meira en allur orkufrekur iðnaður á Íslandi. Tel einnig mikilvægt að andstæðingar orkufreks iðnaðar átti sig á þessum staðreyndum, en ég geri mér grein fyrir því að það er minni stemming hjá hörðustu umhverfissinnum að vera á móti flugsamgöngum, en það er í tísku og þykir flott að vera á móti orkufrekum iðnaði. Rétt að upplýsa að útflutningstekjur frá orkufrekum iðnaði nema um 230 milljörðum eða um 34% af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar.“

Í athugasemdakerfinu segir Vilhjálmur að hann sé að benda á hræsnina þegar kemur að umhverfismálum hér á landi:

„Ég er bara að benda á hræsnina þegar kemur að umhverfismálum.“

Hér að neðan má sjá myndina. Þar sést að losun flugfélaga er langmest.

Talsmaður álvera

Vilhjálmur bendir sjálfur á að hann sé að vissu leyti talsmaður álveranna, eftir að hafa fengið gagnrýni fyrir skrif sín, þar sem hann hafi barist fyrir lægra orkuverði til álveranna í fyrri færslum sínum:

„Mitt hlutverk er að verja atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna en rétt er að geta þess að um 60% minna félagsmanna koma frá fyrirtækjunum á Grundartanga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur