fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Fjöldauppsagnir framundan hjá Arion banka – Um 80 manns gætu misst vinnuna í dag eða á næstu dögum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. september 2019 09:56

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að 80 manns gætu misst vinnuna hjá Arion banka á næstu dögum vegna umtalsverðra skipulagsbreytinga. Vefur Mannlífs greinir frá.

Er þetta sagður liður í yfirlýstri stefnu Benedikts Gíslasonar, nýráðins bankastjóra, sem er sagður hafa rætt það innan bankans að í forgangi sé að auka arðsemi hluthafa, en ekki sé stefnt að því að hann verði stærstur viðskiptabankanna þriggja. Er vitnað í viðtal við Benedikt í Fréttablaðinu þessu til staðfestingar, hvar hann sagði:

„Á hverjum degi höfum við ekki verið að búa til verðmæti fyrir hluthafa heldur að rýra þau. Þessu þurfum við að breyta og laga.”

Samkvæmt frétt Mannlífs á að tilkynna starfsmönnum bankans um hinar umfangsmiklu skipulagsbreytingar í dag, en um 800 manns starfa hjá bankanum.

Eyjan náði ekki í upplýsingafulltrúa Arion banka til að fá  fréttina staðfesta.

UPPFÆRT

Upplýsingafulltrúi Arion banka segir  við Vísi að ekki verði tilkynnt um uppsagnir í dag, en neitar að tjá sig um mögulegar uppsagnir á næstunni. Hinsvegar stæði nú yfir stefnumótunarvinna, sem ekki sæi fyrir endann á.

Stjórnendur á útleið

Eyjan greindi frá því um miðjan mánuðinn að Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefði óskað eftir því að láta af störfum. Áður var greint frá því að Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka, myndi láta af störfum bráðlega, en ekki kom fram hvers vegna hún væri að láta af störfum. Var Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Fossa markaða, sögð taka við starfi Jónínu.

Klassískar hreinsanir

Samkvæmt heimildum Eyjunnar voru þær Rakel og Jónína fórnarlömb „klassískra hreinsana“ nýrra stjórnenda bankans, sem vilji fá „sitt fólk“ inn í æðstu stöðurnar. Benedikt Gíslason var ráðinn bankastjóri Arion banka í júní, en hann tók við af Höskuldi H. Ólafssyni, sem tók skellinn vegna afleitrar afkomu bankans í fyrra, sem rekja mátti að hluta til, til falls WOW og annarra stórra gjaldþrota fyrirtækja sem fjármögnuð voru af bankanum, eins og Primera Air og United Silicon.

Heimildir Eyjunnar hermdu að fleiri myndu láta af störfum hjá Arion banka á næstunni og að ráðið verði inn nýtt fólk sem sé stjórnendum bankans að skapi og ekki sé loku fyrir það skotið að einhverjir verði fengnir inn frá Kviku banka, sem sagður hefur verið í sameiningarferli við Arion banka, þar sem stutt sé á milli þeirra hvað varðar hluthafahópinn, en margir þeir sömu eiga í báðum bönkum.

Miklar breytingar hafa átt sér stað innan Arion banka síðustu misserin. Á skömmum tíma er búið að skipta um framkvæmdastjóra sjóðstýringafyrirtækis bankans, stjórnarformanns hans og bankastjóra og nú bætast við tveir framkvæmdastjórar í sömu vikunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“