fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Hreindís Ylva endurkjörin formaður Ungra vinstri grænna

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. september 2019 11:28

Hluti nýkjörinnar framkvæmdastjórnar. Frá vinstri: Jónína Riedel, Sigrún Birna Steinarsdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir. Á myndina vantar Ásrúnu Ýri Gestsdóttur og Ólínu Lind Sigurðardóttur. Mynd - vinstri.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsfundur Ungra vinstri grænna fór fram í Mosfellsdal 14.-15. september 2019.

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm var endurkjörin formaður Ungra vinstri grænna til eins árs.

Í framkvæmdastjórn fyrir starfsárið 2019-2020 hlutu kjör: Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir Ásrún Ýr Gestsdóttir Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Jónína Riedel Ólína Lind Sigurðardóttir Sigrún Birna Steinarsdóttir Í landsstjórn fyrir starfsárið 2019-2020 hlutu kjör: Dagrún Ósk Jónsdóttir Ester Helga Harðardóttir Eyrún Þórsdóttir Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir Helgi Hrafn Ólafsson Rúnar Gíslason Valgerður María Þorsteinsdóttir

Samkvæmt tilkynningu fór einnig fram málefnavinna og stjórnarkjör auk þess sem flutt voru erindi um umhverfismál og stöðuna í málefnum intersex á Íslandi svo eitthvað sé nefnt.

Á seinni degi fundarins heimsóttu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fundinn og ræddu um komandi þingvetur og verkefnin framundan.

Ályktanir fundarins eru allar tengdar við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þar sem Ung vinstri græn líta á það sem gríðarlega mikilvægt sameiginlegt verkefni allra að vinna að því að þau markmið náist.

Ályktanir fundarins voru um LÍN, lækkun kosningaaldurs, herstöðvar á Keflavíkurflugvelli, stöðu intersex fólks, líffræðilega fjölbreytni, Útlendingastofnun, aðgengi fatlaðra, dýraafurðir, loftslagsverkföll, lífskjör barna og fjórðu iðnbyltinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“