fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Pawel hrífst af lausn Sjálfstæðisflokksins við umferðaröngþveitinu: „Mjög þess virði að skoða slíkar hugmyndir“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. september 2019 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sveigjanlegri opnunartíma og fleytitíð var vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi borgarstjórnar í dag. Tillagan gerir ráð fyrir að minnka álagstoppa í umferð með því að auka sveigjanleika opnunartíma stofnana og fyrirtækja borgarinnar og stuðla jafnframt að því að aðrir atvinnurekendur geri slíkt hið sama.

Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Viðreisnar, tók vel í hugmyndina:

„Erum á borgarstjórnarfundi að ræða tillögu XD um fleytitíð, þ.e.a.s. að vinnustaðir opni á mismunandi tímum til að dreifa álaginu betur. Fín hugmynd, ég er til dæmis alveg nokkuð skotinn af þeirri hugmynd að seinka upphafi skóladagsins, þótt skólabyggingarnar sjálfar megi opna fyrr. Það er mjög þess virði að skoða slíkar hugmyndir. Persónulega finnst mér líka sem fjárhagslegir hvatar séu eitthvað sem virki oft best t.d. að gjald vegna notkunar á umferðarmannvirkjum séu tengt eftirspurn eftir þeim.“

Mikil óánægja vegna umferðar

Alexander Witold Bogdanski, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður tillögunnar, kveðst ánægður að vel hafi verið tekið í tillöguna enda brýnt að leita lausna á umferðarmálum:

„Ég sem íbúi í Grafarvogi finn fyrir mikilli óánægju í mínu hverfi vegna mikillar umferðar. Og áður var ég um fjörutíu mínútur að komast í og úr vinnu, bæði á morgnana og síðdegis, samtals áttatíu mínútur daglega,“

segir Alexander Witold og bætir við að hann þekki þessa hugmyndafræði af eigin raun enda hafi hann fengið leyfi frá atvinnurekanda sínum til að mæta klukkan sjö að morgni og fara fyrr úr vinnu svo hann hefði tök á að sækja börnin sín úr leikskólanum.

Í greinargerð með tillögunni segir að skipulagshalli sé „mikill í borginni sem sést hvað best á því hvað umferð er þung inn í miðborgina að morgni og út úr henni síðdegis. Langar raðir bíla fylla aðra akrein stofnvega á meðan hin akreinin er nær tóm. Álagstoppar eru sífellt erfiðari og er nauðsynlegt að dreifa álagi.“

Í bókun Sjálfstæðisflokksins við málið segir:

„Aukinn sveigjanleiki í opnunartíma stofnana og fyrirtækja borgarinnar með það fyrir augum að minnka álagstoppa í umferð, er ein af þeim aðgerðum sem hægt er að framkvæma með tiltölulega litlum tilkostnaði á stuttum tíma. Skipulagshalli er gríðarmikill í borginni sem sést hvað best á því hvað umferð er þung inn í miðborgina að morgni og út úr henni síðdegis. Langar raðir bíla fylla aðra akrein stofnvega á meðan hin akreinin er nær tóm. Álagstoppar eru því sífellt erfiðari og er nauðsynlegt að dreifa álagi eins og unnt er. Hugmyndir um aukinn sveigjanleika hafa verið lengi í umræðunni en ekki hefur tekist að ná þeim árangri sem stefnt var að.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu