fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Bjarna blöskraði bjórverðið á Nordica: „Áfengisgjöld eru há á Íslandi“ – Mun samt hækka áfengisgjaldið um áramótin

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. september 2019 10:32

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um áramótin mun áfengisgjaldið hækka um 2.5% samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Áfengisverð er nú þegar það hæsta í Evrópu, samkvæmt rannsókn Eurostat og Eyjan hefur áður greint frá.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kemur háum áfengissköttum hér á landi hinsvegar til varnar í færslu á Facebook í morgun. Tilefnið er gagnrýni Félags atvinnurekenda á hækkun áfengisgjaldsins, en einnig stendur til að hækka almennt verðlag í Vínbúðum ÁTVR í ofanálag, en ekki hefur verið greint frá þeirri álagningu enn og fást engin svör um það samkvæmt FA.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að skattar skýri hið háa áfengisverð, sem sé 168% hærra en meðaltalið í Evrópu, eða um þrefalt hærra en meðalverðið:

„Áfengisskattur á sterkt vín er þannig meira en tvöfalt hærri en í Finnlandi og Svíþjóð, þar sem áfengisverð er hæst af aðildarríkjum ESB. Áfengisgjald á bjór er þriðjungi hærra en í Finnlandi og meira en tvöfalt hærra en í Svíþjóð. Áfengisskatturinn á léttvín er tæplega tvöfalt hærri en í Finnlandi og nærri þrefalt hærri en í Svíþjóð.“

Mikil álagning hjá ferðaþjónustunni

Bjarni viðurkennir að hér á landi séu áfengisgjöld há. Bjarni segir þó að fleira komi til sem skýri hátt verðlag á áfengi og tekur dæmi af því þegar hann fékk sér bjór um helgina á Nordica, hvar flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn:

„Menn segja skatta skýra hátt áfengisverð. Því verður ekki mótmælt að áfengisgjöld eru há á Íslandi. Maður spyr sig samt sem áður hvort hér komi ekki fleira til. Á Nordica hótelinu keypti ég hálfslíters Tuborg Classic um helgina. Hann kostar í ÁTVR, með smásöluálagningunni, 379 kr. samkvæmt vefsíðunni. Sami bjór af krana kostaði 1.400 kr. á hótelinu. Það er 370% yfir smásöluverði ÁTVR. Konan sem afgreiddi mig samsinnti um að þetta væri hátt verð, en taldi það þó ekki það hæsta í borginni.“

Þá nefnir Bjarni að fylgjast þurfi með verðþróun og nefnir ferðaþjónustuna sérstaklega:

„Það er ástæða til að fylgjast vel með verðþróun í landinu, m.a. vegna mikilvægi þess fyrir ferðaþjónustuna að geta boðið samkeppnishæf verð. Allir þættir verða að vera teknir með í þeirri umræðu, ekki eingöngu opinber gjöld, en þau rýrna að raungildi þessi misserin (áfengisgjald fylgir ekki verðlagi).“

Skattaflokkurinn

Bjarni gæti mögulega liðkað til fyrir lægri álagningu á áfengi hér á landi með því að sýna gott fordæmi og lækka skatta á áfengi, í stað þess að hækka þá, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lofað skattalækkunum fyrir kosningar, án þess að efndirnar séu miklar, nema þá helst þegar kemur að sjávarútveginum.

Alls 267 skattabreytingar voru gerðar frá árunum 2007 til 2018, eða um 24 breytingar á ári. Alls 200 breytingar voru til hækkunar, en 67 til lækkunar. Um áramótin 2017-18 gerðu stjórnvöld 22 breytingar á íslensku skattkerfi, en 19 þeirra fólu í sér skattahækkanir en aðeins í þremur tilvikum voru skattar lækkaðir. Þetta kom fram í samantekt Viðskiptaráðs í fyrra.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur Sjálfstæðisflokkinn vera hinn eiginlega skattaflokk, samkvæmt ræðu hennar á landsfundi VG í október 2017:

„Það þarf að  byggja upp inn­við­ina um land allt. Auka raf­orku­ör­yggi um allt land, bæta sam­göngur eða fjar­skipti. Við getum gert það og við eigum að gera það. Gerum bet­ur. Kæru vin­ir, hug­mynda­snauðir hægri­menn munu halda því fram að þetta sé ekki hægt; það sé bara ekki til nóg af pen­ing­um. Hvern­ig? segja þeir. Hver á að borga? Þarf ekki að hækka skatta á almenn­ing og fyr­ir­tæki til að standa undir þess­ari stefnu?

Og reyndar eru þeir þegar byrj­aðir með hræðslu­á­róður um skatta­hækk­anir vinstri­manna. Sjálfur skatta­flokk­ur­inn. Því hvað hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gert annað en að hækka skatta á almenn­ing? Eða var það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í félagi við Fram­sókn sem hækk­aði virð­is­auka­skatt á mat­væli á síð­asta kjör­tíma­bili? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og fylgitungl hans sem boða nú veggjöld í massa­vís? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sem ætl­aði að hækka virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu? Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn getur lítið sagt um aðra. Hann er skatta­flokk­ur. En við munum ekki hækka skatta á almenn­ing í land­inu heldur munum við reka sann­gjarna skatta­stefnu,“

sagði Katrín.

Athyglisvert er að Katrín nefnir veggjöldin sérstaklega, sem VG ályktaði gegn á landsfundi sínum. Nú veitir Katrín ríkisstjórn sem boðar veggjöld, forsæti.

Einhverjir hafa bent á að þrátt fyrir loforð Sjálfstæðisflokksins um lækkun skatta í aðdraganda kosninga, virðast skattarnir hinsvegar yfirleitt hækka eftir að flokkurinn kemst í ríkisstjórn.

Og nú ætlar Bjarni, sem telur að ferðaþjónustan leggi of miklar álögur á bjór, sjálfur að hækka áfengisgjaldið um áramótin.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum