fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Skýrsla OECD: Vilja fækka öryrkjum og setja þeim strangari skilyrði – Menntamál sögð í ólestri

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 16. september 2019 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, má finna gagnrýni á íslenska menntamálakerfið sem og almannatryggingakerfið.

Meiri kostnaður, verri árangur

„Frammistaða í menntun er áfram veik, margir nemendur ljúka skyldunámi án þess að hafa nægjanlega grunnþekkingu. Staðan er jafnvel verri hjá börnum innflytjenda,“ segir í skýrslunni. Mælt er með því að kennsluaðferðir verði bættar og kennarar hafi aukið frelsi til endurmenntunar og starfsþróunar. Praktísk þjálfun á grunnskólastigi þurfi einnig að auka og bjóða upp á betri tungumálakennslu. Staðan sé svo að þrátt fyrir að Íslandi  kosti meiru til  í menntamálum heldur en meðal OECD-ríkið þá séu niðurstöður kannana á borð við PISA að benda til þess að gæði menntunarinnar hafi minnkað.

 Fækka þurfi örorkulífeyrisþegum

Í skýrslunni er einnig tekið fram að örorkulífeyrisþegar séu tvöfalt fleiri í dag en fyrir tuttugu árum síðan. Yfirvöldum er því ráðlagt að ráðast í endurskipulagningu á almannatryggingakerfinu og einblína frekar á endurhæfingarlífeyri sem miði að því að fólk komist aftur á vinnumarkaðinn, sem og að setja strangari skilyrði fyrir örorkubótum en bjóða samtímis upp á úrræði til að halda fólki á vinnumarkaði. Gagnrýnt er að á Íslandi sé meiru kostað til við að halda uppi góðu almannatryggingakerfi, fremur en að verja fjármagninu í opinberar fjárfestingar.

„Síðan snemma á 9. áratug síðustu aldar hefur hlutfall þeirra sem fara á örorku meira en tvöfaldast og eru nú næstum 9 prósent landsmanna á starfshæfum aldri, á örorku. Þessa aukningu má að mörgu leyti skýra með fjölgun ungra einstaklinga sem fara á örorku vegna andlegra veikinda – um 38 prósent örorkulífeyrisþega- og einnig aukning meðal eldri einstaklinga með stoðkerfisvandamál.“

Svissneska-leiðin

Í skýrslunni er bent á að sambærilegar aðstæður hafi komið upp í Sviss á 9. áratugnum.  Þar réðust yfirvöld í endurskipulagningu almannatryggingakerfisins sem var framkvæmd í skrefum sem miðuðu að því að fækka nýjum umsækjendum um örorku og hvetja þá til að halda áfram, eða snúa aftur á vinnumarkað.  Endurskipulagningin var stórt samstarfsverkefni heilbrigðis-, atvinnumála-, félagsmála- og menntamálakerfis.  Liður í þessum aðgerðum var að endurskilgreina og þrengja skilyrði fyrir veitingu örorkulífeyris,  að finna þá hópa einstaklinga sem eru í áhættu á að enda á örorku og koma á snemmtækri íhlutun til að fyrirbyggja örorku.

Þessi endurskipulagning bar erindi sem erfiði og kostnaður við almannatryggingakerfið minnkaði, sem og fækkaði nýjum umsækjendum.

Hér má lesa skýrsluna í heild sinni á ensku

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi