fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Hæstaréttarlögmaður vill skikka útlendinga til að læra íslensku – „Rasismi spyr ekki um staðreyndir“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. september 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi Alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslyndaflokkinn, segir á samfélagsmiðlum að íslensk tunga eigi undir högg að sækja, nú meira en nokkru sinni fyrr, þar sem útlendingar í verslunar- og þjónustustörfum hér á landi tali ekki íslensku. Hann segir að almenningur eigi ekki að sætta sig við þetta, þar sem tungumálakunnáttan varði við öryggi:

„Íslenskan á nú meir undir högg að sækja en nokkru sinni fyrr. Við eigum ekki að sætta okkur við það að fólk sem vinnur verslunar- og þjónustustörf á Íslandi tali ekki íslensku þó ekki væri nema öryggisins vegna.“

 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, svarar Jóni á Twitter og sakar hann um rasisma, auk þess að nefna að störf hér á landi hafi einmitt fjölgað jafn mikið og erlendum ríkisborgurum frá árinu 2010:

„a) Það er ekki öryggismál að tala íslensku við verslunarstörf. b) Það eru ekki til „sannir Íslendingar” til að manna störf ný störf hérlendis. Störfum hefur fjölgað um 26.300 frá miðju ári 2010. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 26.244. En rasismi spyr ekki um staðreyndir.“

Rökþrota yfirklór

Eyjan hafði samband við Jón til að fá nánari útskýringu á ummælum hans og viðbrögð  hans við því að vera kallaður rasisti. Sagðist hann lítið gefa fyrir slík ummæli og benti á að í slíkum yfirlýsingum feldust öfugmæli, þar sem hann þætti sjálfur býsna dökkur á hörund:

„Þetta er hinsvegar gott dæmi um þetta aumingja-yfirklór fólks sem er rökþrota að vera hengja svona gjörsamlega ósæmilega merkimiða á fólk. En það er náttúrulega eftir öllu hjá ritstjóra Kjarnans, það eru einmitt hans vinnubrögð. Þetta er svo dæmalaust. Ég er nú fæddur með þeim ósköpum að vera mjög dökkur á hörund, sér í lagi þegar sólin skín og fæ oft athugasemdir vegna hans. Til dæmis sagði Guðni Ágústsson einu sinni við mig í hópi fólks að það væri ósköp eðlilegt að ég styddi Barack Obama, þar sem ég vildi kjósa mann af sama kynþætti og ég sjálfur. En þó ég hafi ákveðnar skoðanir varðandi Islam, og er iðulega uppnefndur rasisti fyrir þær sakir, þá er mér hjartanlega sama hvort fólk er hvítt, rautt eða svart, það er fyrst og fremst einstaklingurinn sem skiptir máli. Og maður á ekki að láta sér mislíka við fólk vegna trúarskoðana, húðlits eða annars þessháttar, heldur meta einstaklingsbundið gildi hvers og eins,“

svaraði Jón.

Atvinnurekendur fjármagni íslenskukennslu

Jón vill að hér á landi verði teknar upp samskonar reglur og í Noregi og Bretlandi, um að fólki af erlendu bergi brotið fái tilhlýðandi kennslu í tungumálinu:

„Það þarf að setja reglur um að sá sem er til dæmis ráðinn til þjónustustarfa, undirgangist námskeið eða kennslu með skilgreindum hætti svo það geti gefið fullnægjandi upplýsingar um störf sín við sína kúnna á íslensku. Það er grundvallaatriði að fyrirtæki geti uppfyllt lágmarkskröfur um þjónustu við borgara þess lands. Til dæmis varðandi innihaldslýsingar, um ýmis efni, og hættu-eiginleika þeirra, þetta er bara grundvallaratriði í neytendarétti. Hvernig í ósköpunum á fólk að gera þetta ef það talar ekki málið ? Það eru engar kröfur um að allir verði fullfærir um að nota málið strax, heldur er spurningin að gefa þeim ákveðinn frest og festa einhver viðmið um kunnáttu. Við erum svo lítið málsvæði hér, að við verðum að hafa allan vara á og tryggja að tungumálið verði til áfram til staðar. Ég hef fullan vilja til þess, algerlega óháð húðliti fólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”