fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. september 2019 20:30

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Rarik við Dynjanda í dag. Mynd-Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands hefur RARIK fært íslenska ríkinu jörðina Dynjanda við Arnarfjörð að gjöf. Formleg afhending fór fram í dag, á Degi íslenskrar náttúru. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók á móti gjöfinni fyrir hönd ríkisins, samkvæmt tilkynningu.

RARIK er hlutafélag í eigu ríkisins og byggir á grunni Rafmagnsveitna ríkisins, sem stofnaðar voru árið 1947. RARIK var ohf-vætt árið 2006.

Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi og tekjuhæsti listamaðurinn fyrir árið 2018 samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra, furðaði sig á þessum fréttum í dag:

„Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin? Þetta minnir á það þegar Jóhannes í Múlakaffi gaf sjálfum sér Rolex í jólagjöf.“

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Innan marka jarðarinnar er náttúruvættið Dynjandi ásamt vatnasviði fossanna í Dynjandisá. Dynjandi er meðal hæstu fossa landsins, nær 100 metra hár, og af mörgum talinn ein af fegurstu náttúruperlum Íslands. Hann er einn helsti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum. Svæðið við Dynjanda er að mestu ósnortið og einkennist af áhrifum jökla sem hafa sorfið landið og skilið eftir sig einstaklega mikinn fjölda vatna og tjarna á Dynjandisheiði.

Vegna sérstöðu þessa mikilfenglega náttúrvættis og tengingar jarðarinnar við fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, ákvað stjórn RARIK að færa ríkissjóði Íslands jörðina Dynjanda að gjöf á lýðveldisafmælinu. Samhliða því sem jörðin var afhent í dag undirrituðu Guðmundur Ingi og Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar RARIK, samkomulag milli ríkisins og RARIK. Markmið þess er að tryggja útivistar- og náttúruverndargildi jarðarinnar og náttúruvættisins Dynjanda. Dynjandi og aðrir fossar í Dynjandisá ásamt umhverfi þeirra voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1981 en af hálfu stjórnvalda er nú stefnt að friðlýsingu allrar jarðarinnar.

„Með þessari rausnarlegu gjöf RARIK til þjóðarinnar skapast einstakt tækifæri til að tengja jörðina Dynjanda við Friðlandið í Vatnsfirði og skapa þannig mikilvæg verðmæti fyrir sunnanverða Vestfirði. Friðlýst svæði á sunnanverðum Vestfjörðum yrðu stærri og samfelldari en nú er, með tilheyrandi tækifærum fyrir þetta stórbrotna svæði – ekki síst þegar samgöngubótum þar verður lokið og hringtenging á Vestfjörðum komin á,“

segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

„Náttúru svæðisins yrði með þessu gert hærra undir höfði og aðdráttarafl fyrir ferðafólk ykist til muna. Rannsóknir sýna að það er efnahagslega hagkvæmt að vernda náttúruna og að langstærstur hluti þeirra gesta sem sækja landið heim koma hingað vegna hennar.“

Jörðin Dynjandi er gömul eyðijörð með ummerki um langa búsetu og fornleifar á svæðinu hafa sögulegt og menningarlegt gildi. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við Dynjanda, með auknu framlagi stjórnvalda til uppbyggingar innviða og umhverfismála. Þannig var bílastæði við rætur fossins tekið í gegn sumarið 2018 og nýtt salernishús sem mun umbylta hreinlætisaðstöðu staðarins var tekið í notkun í dag. Fram undan eru meðal annars endurbætur á göngustígum og framkvæmdir við nýja útsýnispalla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi