Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Eyþór Arnalds, var í feiknarstuði í gærkvöldi á Sjallaballinu á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu að loknum flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar var Jón Gunnarsson kosinn ritari flokksins, sem fagnar 90 ára afmælisári sínu. Altso flokkurinn, ekki Jón.
Veislustjóri var Logi Bergmann Eiðsson og auðvitað lék Stjórnin fyrir dansi, en Eyþór tók nokkur vinsæl Todmobile-lög ásamt Stefaníu Svavars og virtist engu hafa gleymt, nema mögulega knéfiðlunni sinni.
Kona Loga, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, birti myndband af Eyþóri taka lagið Killing in the name of, með Íslandsvinunum í hljómsveitinni Rage against the machine. Margir aðdáendur söknuðu þess að Eyþór skildi ekki hafa verið ber að ofan, líkt og í gamla daga, hvar hann þótti munda knéfiðlu sína á afar kynþokkafullan hátt, en líkt og sjá má eru taktarnir og sviðsframkoman enn til staðar.
Nú má meirihlutinn fara að vara sig…
Sjón er sögu ríkari:
https://www.instagram.com/p/B2cP_58Ao8h/?utm_source=ig_embed